Eyjamenn hafa ávallt staðið þétt við bakið á okkur í fjölda ára

31.Desember'08 | 09:00

flugeldar

Flugeldasala Björgunarfélagsin hefur staðið yfir síðustu daga og er síðasti séns að ná sér í flugelda fyrir gamlárskvöld í dag.

Í samtali Eyjar.net við Adólf Þórsson, formann Björgunarfélagsins og helsta sprengjusérfræðing félagsins þá sagði Adólf að salan hafi farið vel af stað en stærsti dagurinn í þeirra sölu væri eftir.

,,Gamlársdagur hefur alltaf verið okkar stærsti dagur í sölu og myndast mikil og góð stemning á Flugeldamarkaðnum á Faxastíg á gamlársdag þegar eyjamenn koma til okkar og versla sér flugelda. Veðurspáin er svipuð og í fyrra og þeir sem muna gamlárskvöldið fyrir ári síðan þá var spáð einhverjum metrum á sekúndu um kvöldið en á endanum var frábært skotveður á miðnætti".
,,Eyjamenn hafa ávalt staðið þétt við bakið á okkur í fjölda ára og vil ég koma þakklæti til þeirra á framfæri frá Björgunarfélaginu og óskum við Eyjamönnum og landsmönnum öllum gleðilegs árs." Sagði Adólf Þórsson, formaður Björgunarfélagsins sem var svo rokin í sölu enda nóg að gera þegar eyjar.net renndi við á Flugeldamarkaðnum í gær.

Opið er í dag til klukkan 16:00 og klukkan 17:00 verður brenna við Hástein í boði Eiríks Þorsteinssonar og félaga hjá Skeljungi.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.