Í tilefni af áramótunum ætla ég að bjóða upp á gestabloggara

30.Desember'08 | 09:07

Georg Arnarson

Árið sem nú kveður hefur verið mjög rysjótt þegar á heildina er litið fyrir alla landsmenn. Mörg heimili sjá fram á gjaldþrot, þar sem eignir vinnandi fólks brenna upp í óðaverðbólgu og gjaldmiðils, sem virðist hafa lent í gini ljónsins, sem enga ábyrgð tekur á sínum gjörðum og heldur áfram að éta af beinunum. Árið framundan verður mjög erfitt hjá mjög mörgum, því ekkert var hugað að áætlun B. Aðgerðir stjórnvalda fumkenndar og hálfgerður bútasaumur. Ráðalaus, huglaus skipshöfn hefur aldrei fiskað.

Því miður er nú komið í ljós að áætlun B. er ekki til staðar og ekkert að henni hugað í samgöngumálum okkar eyjabúa. Eyjamenn eru nú uggandi um bættar samgöngur sem mikið hafa verið í umræðunni á sl. ári.

Ég var að lesa hugleiðingu sýslumanns Eyjanna, Karl Gauta og tek undir margt sem þar kemur fram, en mátti ekki sjá þetta fyrir, Karl? Það er ekki framtíðarsýn að öll eggin séu sett í sömu körfu. Þeir sem nú telja samgöngumál Eyjanna komin á byrjunarreit, hefðu átt að taka undir með okkur sem töldum og teljum enn, að áherslan á nýrra og hraðskreiðara skip ætti að skipa fyrsta sætið, hvað svo sem Bakkafjöruævintýrinu líði.. Núverandi og fyrrverandi bæjarstjórn Ve. fá ekki háa einkunn fyrir sauðsgang og andvaraleysi í þessu stóra - hagsmunamáli Eyjanna. Ekkert gengur né rekur í atvinnumálum okkar heldur.

Þessi orð voru viðhöfð:

"Þess vegna var sú ákvörðun tekin af Ríkisstjórninni að tillögu Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra, að horfið yrði frá áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja. Þess vegna eru frekari rannsóknir á þessu stigi málsins óþarfar og vond meðferð á fjármunum almennings. Það kann vel að ver að ráðist verð í jarðagangagerð til Vestmannaeyja á næstu áratugum. En það er ljóst í dag að slík áform eru ekki inni í langtíma áætlunum Ríkisstjórnar Íslands næstu 12 árin. Þangað til verða Eyjamenn að fá lausn sinna samgöngumála, það þolir enga bið eins og allir vita. Þess vegna er gott að samgönguráðherra náði að höggva á þann hnút, sem komin var á viðræður Vegagerðar og Eimskips varðandi fjölgun ferða næstu 3 árin. Og þess vegna er það lífs nauðsynlegt fyrir Eyjamenn að sameinast um það að fá góða höfn í Bakkafjöru, öflugan og traustan Herjólf sem getur siglt á milli eyja og Bakkafjöru 5-6 sinnum á dag fyrir lægra fargjald en nú er. Þessi stórkostlega samgöngubót getur orðið að veruleika að 3 árum liðnum, en til þess að svo verði, verða Eyjamenn að þekkja sína skjaldarliti og standa sameinaðir um þann kost sem er raunhæfur og til heilla.

Höfn í Bakkafjöru mun hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu í Eyjum og þar með styðja við vöxt ferðaþjónustu í Rangárþingi og nágrenni og uppsveitum Árnessýslu. Nýbreytni í atvinnulífi mun aukast. Fasteignaverð í Eyjum mun hækka, möguleiki brottfluttra Eyjamanna til tvöfalda búsetu stóreykst og líkur eru til þess að mannfjöldaþróun færist nær því sem er á nágrannasvæðum og að hægja muni á margs ára fólksfækkun. Í skýrslu stýrihóps um Bakkafjöru sem byggð er á fjölmörgum rannsóknarskýrslum er megin niðurstaðan sú að gerð ferjuhafnar sé vel möguleg og færð eru fyrir því ítarleg rök."

(Ég hvet því fólk til þess að hlusta ekki á dómsdagsspámenn á borð við Grétar Mar Jónsson, sem segir slíka höfn hættulega en færir engin rök fyrir því önnur en að hann hafi verið á sjó)

Hvað er að frétta frá þeim aðila sem þetta skrifaði? Hann er aðstoðarmaður samgönguráðherra.

Ég óska ykkur öllum festu og bjartsýni, sem árið 2009 býður okkur upp á, ef við svo framarlega komum okkur upp úr gömlum hjólförum. Treystum á okkur sjálf, og verum óhrædd við að hafa skoðanir. Eigið gott ár framundan.

Hanna Birna Jóhannsdóttir

Varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.

http://georg.blog.is

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).