Sorpgjald Vestmannaeyjahafnar hækkar um 20%

29.Desember'08 | 11:39

höfn vestmannaeyjahöfn vestmannaeyjar vestmannaeyjabær

Framkvæmda- og hafnaráð Vestmannaeyja fundaði mánudaginn 22.desember síðstliðinn og voru m.a. tekin fyrir mál er varða gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar og gjaldskrá sorpeyðingastöðvar.
Framkvæmda og hafnarráð samþykkti að aflagjald verði áfram 1,28% af heildarverðmæti en hámarksgjald hækki í 3800 kr. pr. tonn. Sorpgjald hækki um 20% og önnur gjöld hafnarinnar hækki um 10% frá 1. janúar 2009. Ofangreindar breytingar eru í samræmi við fjárhagáætlun Vestmannaeyjahafnar sem samþykkt var í Bæjarstjórn 18.desember sl.

Framkvæmda og hafnarráð samþykkti einnig að sorpeyðingargjöld og sorppokagjöld hækki um að meðaltali 15% frá 1. janúar 2009 en eldri gjaldskrá tók gildi í ársbyrjun 2007. Á fundinum voru kynntar og samþykktar breytingar á innheimtu sorpgjalda á fyrirtæki sem taka gildi 1. janúar 2009 en þær fela í sér að frá þeim tíma verði val um á rúmmálsmælingu eða vigtun á sorpi frá fyrirtækjum í Vestmannaeyjum.
Komið hefur verið fyrir vigt í sorpeyðingarstöðinni sem getur vigtað allt að 2000kg.en ef um meira magn er að ræða þarf vigtun að fara fram á hafnarvoginni.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is