Ein líkamsárás var kærð til lögreglu
29.Desember'08 | 14:14Nokkrum ungmennum vísað út af skemmtistöðum bæjarins en þau reyndu að komast inn á staðina með því að framvísa skilríkjum annarra. Þá var að vanda nokkrum einstaklingum ekið til síns heima þar sem það komst ekki leiðar sinnar að sjálfsdáðun.
Ein líkamsárás var kærð til lögreglu og átti hún sér stað á Skólavegi aðfaranótt 28. desember sl. Þarna hafði orðið ósætti á milli karlmanns og tveggja kvenna sem endaði með stympingum og gengu einhver högg á milli þeirra. Ekki var um alvarlega áverka að ræða.
Sömu nótt var tilkynnt um eignaspjöll á veitingastaðnum Lundanum en talið er að gluggi hafi verið spenntur upp til að komast inn á staðinn. Leikur grunur um hver þarna var að verki en hins vegar liggur ekki fyrir kæra í málinu.
Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um ölvun við akstur og hafa þá alls 23 ökumenn verið stöðvaðir á árinu vegna gruns um ölvun við akstur á móti 19 á síðasta ári.
Lögreglan hvetur fólk til að fara varlega með skotelda núna á næstu dögum og sérstaklega eru foreldrar hvattir til að ræða við börn sín um hætturnar sem fylgt geta notkun þeirra. Það er sérstök ástæða til að benda á að farið sé eftir þeim leiðbeiningum sem eru á skoteldunum, bæði er varðar notkun þeirra og aldurstakmörk þeirra sem mega nota þá.
Þar sem þetta er síðasta færsla ársins óska lögreglumenn í Vestmannaeyjum, Eyjamönnum og landsmönnum öllum gleðilegs árs og farsældar á komandi ári. Gangið hægt um gleðinnar dyr.
Vilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.