Völva 2008 spáði rétt fyrir um fótboltann

28.Desember'08 | 15:27

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Í lok síðasta árs fékk ritstjóri eyjar.net tölvupóst frá konu sem kallaði sig Völvu eyjamær og í tölvupóstinum var spá fyrir árið 2008. Þegar Völvan er lesin þá kemur í ljós að völvan hafði á réttu að standa varðandi gengi ÍBV á árinu.
Völvan spáði því fyrir að ÍBV myndi sigra 1.deildina í fótbolta og gekk sú spá eftir, en í sömu spá sagði hún að miklu máli skipti að Jóhann Guðmundsson þá í Eyjatölvum myndi taka fram takkaskóna hans Ómars frænda síns. Ekki tók Jóhann fram takkaskóna með ÍBV en drengurinn settist í knattspyrnuráð og rukkaði inn af miklum móð og lagði sitt af mörkum í árangri ÍBV síðast liðið sumar.

Völvan spáði einnig rétt fyrir um veður og vinda á árinu 2008 en hún spáði því að búast mætti við einhverri þoku og eitthvað af rigningu og eitthvað af logni á árinu.

Nú er bara að bíða og sjá hvort að Völvan hafi aftur samband við eyjar.net á næstu dögum

Völvuspánna fyrir árið 2008 má lesa hér

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.