Björgunarfélagið tekur á sig hluta verðhækkana

28.Desember'08 | 13:27

Björgunarfélag Flugeldar

Í dag klukkan 13:00 opnaði flugeldamarkaður Björgunarfélags Vestmannaeyja að Faxastíg og verður hann opin daglega fram á gamlársdag en flugeldasala er stærsta fjáröflunarleið Björgunarfélagsins.

Eyjar.net hafði samband við Adólf Þórsson, formann Björgunarfélags Vestmannaeyja og ræddi við hann um flugeldasöluna í ár.

Hversu mikilvæg er flugeldasalan björgunarfélaginu:
Hún er undirstaða fyrir rekstur félagsins og allt starf á hennar vegum. Svo sem rekstur á björgunarbátnum Þór og allt nýliðastarf á vegum Björgunarfélagsins. Félagið treystir á þessa fjáröflunarleið og hafa bæjarbúar staðið þétt að baki okkur og erum við þakklátir fyrir stuðning þeirra á hverju ári.

Miðað við hækkandi gengi dollara gagnvart íslensku krónunni má þá búast við því að flugeldarnir hækki mikið á milli ára?
Innkaupsverðið á flugeldunum í ár var hærra en í fyrra og því verða einhverjar hækkanir en björgunarfélagið tekur á sig hluta verðhækkana til að koma til móts við okkar viðskiptavini.

Eru einhverjar nýungar í ár sem vert er að skoða?
Síðustu ár hafa tertur komið gríðarlega sterkar inn og er verið að bæta inn nýjum tertum á hverju ári. Í ár eru t.d. tertu eins og víkingaterta um íslensku útrásarvíkingana, Íslandstertan, bankaterta og stjórnmálaterta.
Áfram verða hinir vinsælu fjölskyldupakkar til sölu og það eiga allir finna flugelda og skotkökur við sitt hæfi.

Hvernig er opnunartími flugeldamarkaðaðarins að Faxastíg:
Sunnudagur 28.des 13:00 - 21:00
Mánudagur 29.des 13:00 - 21:00
Þriðjudagur 30.des 10:00 - 21:00
Miðvikudagur 31.des 09:00 - 16:00

Föstudagur 9.jan 13:00 - 19:00

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).