Árið 2009 er árið sem Eyjarnar byrja að blómstra

28.Desember'08 | 15:58

Vestmannaeyjabær

Eins og á síðasta ári þá fékk ritstjóri Eyjar.net í hendurnar tölvupóst frá Völvu eyjamær þar sem hún spáir fyrir um komandi ár og er greinilegt að hún sér margt í kúlu sinni sem við hin sjáum ekki. Eyjar.net þakkar Völvu kærlega fyrir spádóminn fyrir árið 2009 en við bendum samt á að ekki ber að taka hann alvarlega né reyna að lifa eftir honum.

Samgöngumál:
Búast má við því að MS Herjólfur nái þeim árangri á árinu að bila ekki nema 300 sinnum og verður því siglt 65 daga árinu 2009 milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar.
Í flugsamgöngum þá má búast við því að nýtt flugfélag taki til starfa og mun það fljúga milli Bakka og Vestmannaeyja. Flugfélagið ætlar að beita nýtti tækni og verður flogið á milli lands og eyja á flugdrekum.

Stjórnmál:
Stjórnmálamenn eyjanna halda áfram að blómstra og sér Völvan það fyrir að Róbert Marshall bætist í þingmannalið Samfylkingarinnar þegar Björgvin ráðherra verður sendiherra á Nuuk á Grænlandi. 
Og eiga eyjamenn þá um 6% þingheims á sínum snærum.

Árni Johnsen heldur áfram að starfa á þingi en á árinu ræður hann til sín aðstoðarmann og Völvan sér fyrir að Skapti Örn Ólafsson verði ráðinn í starfið og mun Skapti sjá um skipulagningu tónleikaferðalags Árna á árinu.

Af bæjarstjórninni  í Vestmannaeyjum verður lítið af frétta enda tölta allir í bæjarstjórninni saman í takt. Völvan sér þó fram á að Elliði Vignisson muni taka að sér hlutverk sjúklings í sjónvarpsþáttunum ER.

Íþróttir:
Íþróttalífið mun blómstra á árinu og sér Völvan fram á að íþróttalífið í eyjum nái frábærum árangri og má þakka árangurinn því að knattspyrnuhús mun rísa á árinu.

Lið ÍBV í fótbolta mun standa í ströngu í fótboltanum og enda í 7.sæti en eins og venjulega sigrar ÍBV KR á heimavelli. Á golfvellinum sér Völvan það fyrir að Maggi Skó muni snúa aftur eftir erfið meiðsli á síðasta tímabili. Í handboltanum sér Völvan ekkert nema skóna hans Sigga Braga uppi í hillu með rauðri slaufu.

Náttúran:
Lundaveiðar verða blómlegar á árinu og sér Völvan að skrifað verði í gestabók þeirra í Suðurey og hefur ekki gestur komið þangað í fjölda ára. Mikil lundaveiði verður í Ystakletti enda sér Völvan það fyrir að veiðimenn eins og Rambo og séra Óli Jói veiði saman í klettinum. Lítið verður um veiði í Brandinum en Brandurinn mun á árinu gefa út matreiðslubók með leiðbeiningum um hvernig á að poppa upp úr Léttu smjörlíki.

Mannlífið:
Eyjamönnum mun fjölga og fer íbúafjöldinn upp í 4234 á árinu og verður árið 2009 árið sem að eyjan fer að blómstra á ný. Það helsta sem Völvan sér að fyrir er að Vinir Ketils Bónda ná að slá nýtt met þegar þeir taka niður þjóðhátíðartjaldið sitt þremur mánuðum eftir þjóðhátíð. Af brottfluttum eyjamönnum er það að frétta að Þorsteinn Hallgrímsson verður Íslandsmeistari Öldunga í golfi og Jón Óskar Þórhallsson verður andlit Bláa Lónsins og mun hann auglýsa Lónið bláa á G-streng í verslunarmiðstöðum erlendis.

Menning:
Völvan sér fram á að Kristján Georgsson aka Kiddi Gogga nái að komast í úrslit í Eurovision í ár og hljómsveitin the Goggz muni í framhaldi fá hljómplötusamning við Universal.

 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.