Dásamleg lykt eða fýla?

26.Desember'08 | 14:17
Á Þorláksmessu er það siður hjá landanum að borða skötu með tilkeyrandi lykt eða fýlu eftir því hvort að menn séu sáttir eða ósáttir við þennan rétt.

Í hádeginu á Þorláksmessu hafa þeir í Akóges boðið upp á skötuveislu og eru það félagar og gestir þeirra sem fjölmenna og  gæða sér á skötunni og meðlæti. Fullt var út úr dyrum og hefur þessu fastiliður líklega bjargað margi húsmóðurinni undan því að elda skötu og hleypa lyktinni inn á heimilið svona korteri fyrir jól.

Það eru ekki bara fullorðnir sem borða skötuna með bestu lyst, krakkarnir á Kirkjugerði fengu sér skötu, rúgbrauð, kartöflur og rófur og voru krakkarnir á leikskólanum dugleg að smakka.

Myndir frá þessum tveimur skötuveislum má sjá hér að neðan
Skötuveisla á Kirkjugerði

Skötuveitsla í Akóges

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.