Dagskrá í Landakirkju yfir jólin

23.Desember'08 | 09:19
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir dagskrá Landakirkju frá aðfangadegi til sunnudagsins 28.desember.

Aðfangadagur jóla, 24. desember:

Kl. 14. Helgistund í Kirkjugarði Vestmannaeyja. Kerti tendruð og borin að leiði ástvina. Sr. Kristján Björnsson.

Kl. 18. Aftansöngur með hátíðarsöngvum og jólasálmum. Kór Landakirkju. Organisti Guðmundur H. Guðjónsson. Sr. Kristján Björnsson prédikar. Sr. Guðmundur Örn Jónsson þjónar fyrir altari.

 

Jólanótt, 24. desember:

Kl. 23.30. Hátíðar helgistund á heilagri jólanótt. Kór Landakirkju. Auður Ásgeirsdottir syngur einsöng. Kantor er Guðmundur Hafliði Guðjónsson. Sr. Guðmundur Örn Jónsson.

 

Jóladagur 25. desember:

Kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta með hátíðarsöngvum. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur jólalög frá 13.30 undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar og leikur undir sálmasöng með kór og organista. Sr. Guðmundur Örn Jónsson prédikar. Sr. Kristján Björnsson þjónar fyrir altari.

 

Annar dagur jóla, 26. desember:

Kl. 14. Barna- og fjölskylduguðsþjónusta. Litlir lærisveinar syngja undir stjórn Védísar Guðmundsdóttur og undirleik Árna Óla Ólafssonar. Barnafræðarar leiða stundina með prestunum.

Kl. 15.15. Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum. Kór Landakirkju. Sr. Guðmundur Örn Jónsson.

Kl. 15.15. Hátíðleg helgistund á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, dagstofu 2. hæð. Barnakór Landakirkju, Litilir lærisveinar, syngja. Sr. Kristján Björnsson.

 

Fjórði dagur jóla, sunnudagur 28. desember

Kl. 13. Jólahátíð sr. Jóns Þorsteinssonar í Safnaðarheimilinu. Kvartettinn Mandal syngur ljóð og sálma sr. Jóns Þorsteinssonar. Dr. Pétur Pétursson les erindi úr ljóðum sr. Jóns píslarvotts. Kári Bjarnason kynnir dagskrá sem er á vegum verkefnisins Handritin heim, Söguseturs 1627 og Landakirkju. Enginn aðganseyrir.

Kl. 16. Jólatrésskemmtun í Safnaðarheimilinu. Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Kvenfélag Landakirkju býður upp á súkkulaði og piparkökur. Sjálfsagt kemur einhver í heimsókn með jólagleði og læti.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).