Þrjár kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum

22.Desember'08 | 13:55

Lögreglan,

Lögreglan hafði í nógu að snúast um helgina en þó nokkrar tilkynningar bárust um stympingar á og við skemmtistaði bæjarins. Engar kærur liggja þó fyrir vegna þessa.  Þá hafði lögreglan, að vanda, í nógu að snúast við að koma fólki til aðstoðar við að komast til síns heima þar sem ganglimir létu ekki að stjórn.

Tvö eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið. Í  öðru tilvikinu hafði verið sparkað í bifreið og liggur fyrir hver það var sem það gerði.  Í hinu tilvikinu var rúða brotin í sumarhúsi við Norðurgarð.  Ekki er vitað hver þarna var að verki og þá er ekki vitað hvenær spjöllin voru unnin.  Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um gerenda eða gerendur eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Þann 16. desember sl. var lögreglu tilkynnt um slys á Skansinum en þarna hafði maður á fjórhjóli misst stjórn á hjólinu með þeim afleiðingum að það valt niður hlaðinn vegg sem þarna er og lenti ofan á ökumanninum. Ökumaðurinn slasaðist eitthvað í óhappinu en slapp þó ótrúlega vel.

Þrjár kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða akstur utan vega í þéttbýli, vanrækslu á að nota öryggisbelti í akstri og kæra vegna of margra farþega í bifreið.  Þá voru sjö eigendur ökutækja boðaðir með ökutæki sín til skoðunar.

Þann 21. desember sl. var tilkynnt um að ekið hafi verið utan í bifreið á bifreiðaplaninu við Vöruval og sá er tjóninu olli hafi farið í burtu án þess að tilkynna um óhappið.  Er talið að atvikið hafi átt sér stað um  kl. 15:00 þann sama dag.  Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um atvikið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu í vikunni og var í öllum tilvikum um minnihátta óhöpp að ræða og lítil sem engin slys á fólki.

Lögreglumenn í Vestmannaeyjum óska Eyjamönnum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og vona að fólk eigi eftir að njóta jólahátíðarinnar.  Ekkert er eins átakanlegt og að þurfa að hafa afskipti af fólki vegna heimilisófriðar yfir jólin.  Jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna, minnumst þess áður en fyrsti sopinn er tekinn.

 

 

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.