Samþykkt að hækka útsvar og byggja knattspyrnuhús

21.Desember'08 | 08:26

ráðhús ráðhúsið

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundaði fimmtudaginn 18.desember og var á fundinum m.a. samþykkt fjárhagsáætlun bæjarins ásamt því að byggja knattspyrnuhús.

Bæjarstjórn samþykkti að hækka útsvars prósentuna upp í 13.28% og er það hækkun um 0.25% frá árinu 2008.

Samþykkt var á fundinum að taka lægsta tilboði í stækkanlegt knattspyrnuhús og var það Steini og Olli sem áttu það tilboð. Upphaflega var ekki gert ráð fyrir því að byggja stækkanlegt hús en þegar tilboð voru opnuð skilaði Steini og Olli inn tilboði í stækkanlegt hús og var það tilboð ekki mikið hærra en lægstu tilboð í óstækkanleg hús.

Upphæðin sem um ræðir eru 349.929.966 kr og er þá miðað við gengi evru 156 krónur, gert er ráð fyrir því að húsið verði 60 x 70 metrar með bogahvolfþaki úr stáli.

Að síðustu var fjárhagsáætlun Vestmannaeyja sammþykkt og helstu lykiltölur eru hér að neðan:

Tekjur alls kr. 2.407.381.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 2.598.921.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 283.933.000
Veltufé frá rekstri kr. 486.792.000
Afborganir langtímalána kr. 12.133.000
Handbært fé í árslok kr. 3.723.752.000


Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2009:

Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, tap kr. 81.513.000
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, tap kr. 6.806.000
Rekstrarniðurstaða Sorpeyðingarstöðvar, tap kr. 3.919.000
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða, tap kr. 57.450.000
Rekstrarniðurstaða Náttúrustofu Suðurlands, tap 161.000
Rekstrarniðurstaða Hraunbúða, tap kr. 9.357.000
Veltufé frá rekstri 57.566.000
Afborganir langtímalána kr. 88.359.000


Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2009:

Tekjur alls kr. 3.097.283.000
Gjöld alls kr. 3.320.446.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 97.333.000
Veltufé frá rekstri kr. 544.358.000
Framkvæmdir og sérstök verkefni kr. 519.919.000
Afborganir langtímalána kr. 209.692.000
Handbært fé í árslok kr. 3.723.752.000

Voru þessar niðurstöður samþykktar með 7 samhjóða atkvæðum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).