Verða útgjöld til fræðslu og uppeldismála 58% af útgjöldum Vestmannaeyjabæjar?

19.Desember'08 | 08:37

ráðhús ráðhúsið

Þessa dagana er verið að undirbúa og vinna í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2009 og eru nefndir og ráð að fara yfir tölur sinna málaflokka og skila inn tillögum.
Fræðslu- og menningarráð fundaði síðastliðinn þriðjudag og meðal þess sem fjallað var um á fundinum var fjárhagsáætlun fyrir málaflokkinn fræðslu- og uppeldismál fyrir árið 2009.

Málaflokkur fræðslu- og uppeldismála er mikilvægur málaflokkur og sá stærsti með tilliti til útgjalda bæjarfélagsins. Á síðustu fimm árum hefur hlutfallið til málaflokksins verið á milli 46-52% af tekjum bæjarins. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2009 stefnir í að sem hlutfall af tekjum bæjarins renni 58% í þennan málaflokk. Hækkunin á milli áranna 2008 og 2009 er um 140 milljónir eða 18% hækkun sem er talsverð hækkun milli ára. Þótt hér sé um að ræða mjög mikilvægan málaflokk þá er nauðsynlegt að gæta aðhalds og leita allra leiða til hagræðingar í rekstri.

Fræðslu- og menningarráð samþykkir að fenginn verði óháður aðili til að fara heildstætt yfir rekstur fræðslu- og uppeldismála og skili, í kjölfar úttektar sinnar, hagræðingartillögum til að mæta vaxandi útgjaldaaukningu innan málaflokksins. Umræddur aðili vinnur í nánu sambandi við framkvæmdastjóra sviðsins sem veitir honum aðgang að gögnum og öllum nauðsynlegum upplýsingum um rekstur málaflokksins.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is