Verða útgjöld til fræðslu og uppeldismála 58% af útgjöldum Vestmannaeyjabæjar?

19.Desember'08 | 08:37

ráðhús ráðhúsið

Þessa dagana er verið að undirbúa og vinna í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2009 og eru nefndir og ráð að fara yfir tölur sinna málaflokka og skila inn tillögum.
Fræðslu- og menningarráð fundaði síðastliðinn þriðjudag og meðal þess sem fjallað var um á fundinum var fjárhagsáætlun fyrir málaflokkinn fræðslu- og uppeldismál fyrir árið 2009.

Málaflokkur fræðslu- og uppeldismála er mikilvægur málaflokkur og sá stærsti með tilliti til útgjalda bæjarfélagsins. Á síðustu fimm árum hefur hlutfallið til málaflokksins verið á milli 46-52% af tekjum bæjarins. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2009 stefnir í að sem hlutfall af tekjum bæjarins renni 58% í þennan málaflokk. Hækkunin á milli áranna 2008 og 2009 er um 140 milljónir eða 18% hækkun sem er talsverð hækkun milli ára. Þótt hér sé um að ræða mjög mikilvægan málaflokk þá er nauðsynlegt að gæta aðhalds og leita allra leiða til hagræðingar í rekstri.

Fræðslu- og menningarráð samþykkir að fenginn verði óháður aðili til að fara heildstætt yfir rekstur fræðslu- og uppeldismála og skili, í kjölfar úttektar sinnar, hagræðingartillögum til að mæta vaxandi útgjaldaaukningu innan málaflokksins. Umræddur aðili vinnur í nánu sambandi við framkvæmdastjóra sviðsins sem veitir honum aðgang að gögnum og öllum nauðsynlegum upplýsingum um rekstur málaflokksins.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).