Segir sögur um afskriftir vera rógburð

18.Desember'08 | 14:18

Lúlli Lúðvík

Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður Samfylkingarinnar, vill ekki upplýsa hvaða eignir fasteignafélag hans, Miðklettur á, né heldur um helstu verkefni félagsins á síðustu árum.

Samhliða því að vera þingflokksformaður Samfylkingarinnar er Lúðvík meðal annars stjórnarformaður í Miðkletti fasteignafélagi ehf, sem hefur verið nokkuð umsvifamikið í fasteignaviðskiptum á síðustu árum. „Ég ætla ekkert að vera að upplýsa um eitthvað þess háttar." Aðspurður um hvers vegna hann vilji ekki greina frá umsvifum fasteignafélagsins, svarar hann: „Mér finnst það svo sem ekkert eiga erindi í neina umræðu," segir hann.

Lúðvík segir ekkert til í þeim kenningum sem gengið hafa manna á milli í tölvupóstum, á bloggsíðum og á vefmiðlinum Eyjunni í þessari viku, að hann hafi fengið háar upphæðir afskrifaðar hjá Landsbanka Íslands í kjölfar bankahrunsins. „Það er ekki neitt til í þessu. Ég er hvorki á vildarkjörum né með neinar afskriftir," svarar Lúðvík þegar hann er spurður út í hvort fimm milljarða króna lán fyrirtækja sem tengjast honum hafi verið afskrifuð hjá bankanum.

Hann segir það rógburð sem á sér enga stoð í tilverunni að hann hafi fengið einhverja sérmeðferð hjá bankaum eins og fullyrt hefur verið. „Mér finnst það hálfdapurlegt hvernig umræðan er að þróast og það er vont þegar maður þarf að svara fyrir slíkt," segir hann.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.