Hermann innsiglaði sigur Portsmouth

18.Desember'08 | 08:25

Hemmi Hreiðars Hermann Hreiðarsson

HERMANN Hreiðarsson nýtti tækifæri sem hann fékk í byrjunarliði Portsmouth til fullnustu þegar Portsmouth lagði hollenska liðið Heerenveen, 3:0, í riðlakeppni UEFA-bikarsins en liðin áttust við á Fratton Park, heimavelli Portsmouth í gærkvöld. Hermann skoraði þriðja mark sinna manna með skalla á 90. mínútu en fyrstu tvö mörkin skoraði Peter Crouch.
Hermann fékk að spreyta sig í fyrsta sinn frá því Tony Adams tók við liðinu af Harry Redknapp og í fyrsta sinn síðan í Evrópuleiknum gegn Braga síðari hlutann í október.

Eyjamaðurinn, sem hefur verið mjög ósáttur við hlutskipti sitt, lék í stöðu miðvarðar og á lokamínútu leiksins innsiglaði hann sigur liðsins þegar hann skallaði í netið fyrirgjöf frá Glen Little. Þetta var fyrsta mark hans með Portsmouth á leiktíðinni og fjórða mark hans fyrir félagið.

Sigurinn dugði þó skammt því Portsmouth kemst ekki áfram en liðið hefur 4 stig eftir fjóra leiki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.