Tíðar bilanir Herjólfs til umræðu í bæjarráði

17.Desember'08 | 11:00

ráðhús ráðhúsið

Bæjarráð fundaði í gær og að venju voru mörg mál á dagskrá og má segja að málefnin hafi verið frá samgöngumálum upp í rekstrarleyfi á kaffihúsi í miðbænum.

Bæjarráð fjallaði um tíðar bilanir á Herjólfi og bendir ráðið samgönguyfirvöldum góðfúslega á  að ástandið í samgöngumálum Vestmannaeyja séu með öllu óviðunandi og hafi versnað á síðustu mánuðum. Flug á Bakka hefur lagst af með öllu, Herjólfur sé gamall og slitinn og bili hann nú orðið vikulega og samgöngur til og frá eyjum geti því fallið niður með öllu þegar þannig er ástatt.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir heimsókn frá samgönguráðherra sem fyrst í þeim tilgangi að ræða samgöngumál.

Vestmannaeyjabær hefur nú samið við alla sína viðsemjendur nema Drífanda stéttarfélag og samkvæmt fundargerð bæjarráðs þá hækka allir launaflokkar um 20.300 kr á mánuði. Í samræmi við vilja viðsemjenda er með þessu tekin sú ákvörðun að hlutfallslega mest hækkun kemur til handa þeim sem lægst hafa launin og er það afar mikilvægt í núverandi umhverfi.

 

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.