Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni

15.Desember'08 | 19:52

Lögreglan,

Það var í ýmis horn að líta hjá lögreglu í vikunni sem leið. Má m.a. nefna að nokkrum ungmennum var vísað út af skemmtistöðum bæjarins þar sem þau höfðu ekki aldur til að vera þar inni.   Þá aðstoðaði lögreglan, að vanda, nokkra einstaklinga heim sökum máttleysis í fótum.

Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en drengur á sextánda ári var stöðvaður við komu Herjólfs til Eyja að kvöldi 8. desember sl. Hann reyndist vera með um 2 gr. af hassi meðferðis og viðurkenndi að vera eigandi þess. Málið telst upplýst.

Einn fékk að gista fangageymslur lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en hann hafði verið með einhver ólæti við skemmtistaði bæjarins.

Tvö útköll voru vegna foks að kvöldi 11. desember sl. en þá gekk óveður yfir Eyjarnar og fór vindhraði í hviðum upp í 45 m/sek.

Sl. sunnudag var óskað eftir aðstoð lögreglu í Íþróttamiðstöðina þar sem fram fór körfuboltaleikur á milli ÍBV og Álftaness.  Ástæða þess að óskað var eftir aðstoð lögreglu var að einn áhorfandanna hafði verið með athugasemdir gegn einum að leikmönnum Álftaness og beindust þær athugasemdir gegn litarhætti hans. Þar sem hann tók ekki sönsum þegar hann var beðin um að hætta þessum athugasemdum var óskað eftir aðstoð lögreglu við að vísa honum út úr húsinu.

Eins og áður hefur komið fram þá hefur staðið yfir umferðarátak undanfarnar vikur. Í sl. viku stöðvaði lögreglan um 170 bifreiðar og kannaði með ástand ökumanna og bifreiða.  Reyndist í lang flestum tilvikum í lagi, bæði með ökumenn og ökutæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).