Miklar framkvæmdir á miðbæjarsvæði

12.Desember'08 | 05:22
Eins og bæjarbúar hafa veitt athygli þá var verið að ljúka við uppsteypu á úthring byggingar þeirra Stefáns í Eyjablikk og Tóta í Geisla.

Undir dyggri stjórn Arnars Andersen hefur verið unnið markvisst að þessari byggingu. Arnar hefur haft með sér nokkra karla í verkið og hefur það gengið ótrúlega vel. Nú er svo komið að smiðirnir fara að slá undir bita og súlur, því verður ekki langt að bíða að farið verður að sjá í undirslátt fyrstu hæðar. Í þessu húsi er stórt og aðgengilegt verslunarhús og íbúðir á efri hæð en samtals eru íbúðirnar sex.

Með þessu húsi er verið að þétta byggð í miðbænum og er það mjög gott, allar leiðir í þjónustu verða stuttar og miðærinn fær væntanlega aukið vægi sem góður kostur til búsetu. Allar með sérinngangi og svölum til suðurs og austurs.

Eyjar.net hafði samband við Þórarinn Sigurðsson eða Tóta í Geisla og sagðist reikna með að verslunin myndi flytja inn á vordögum. Var hann ánægður með ganginn á byggingunni og sagðist hann finna fyrir miklum áhuga á íbúðunum. Söluferlið á þessum sex íbúðum fer í gang eftir áramót og verður það auglýst sérstaklega síðar. Tóti reiknaði með að húsið allt yrði fokhelt eftir um þrjá mánuði.

Myndir frá framkvæmdum má sjá hér

Teikningu af húsinu má sjá hér

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).