Kristján Tómasson (ÍBV) og Birkis Guðlaugsson (Stjarnan) eru frændur

11.Desember'08 | 13:49

Körfubolti

Í kvöld verður stórleikur í körfuboltanum þegar lið Stjörnunnar kemur í heimsókn og hefst leikurinn 19:15 og verður hann spilaður í gamla salnum í Íþróttamiðstöðinni.

Til upphitunar fyrir leikinn í kvöld er búið að setja á vefsíðu körfuboltans www.ibv.is/karfa  skemmtilegar  staðreyndir um liðin og leikmenn og birtum við það hér að neðan:

- Kristján Tómasson ÍBV og Birkir Guðlaugsson leikmaður Stjörnunnar eru frændur. Kristján er með 12.4 stig að meðaltali i leik og um 25 stig að meðaltali með 11.flokknum. En Birkir 6.7 stig og 23.1% í 3ja stiga með Stjörnunni á c.a. 20 mínútum í leik. Lítur þetta vel út fyrir Stjána! :)

- Sigurjón Örn Lárusson var uppalinn hjá Stjörnunni og hafði spilað allan sinn feril áður en hann kom til ÍBV á miðju tímabili í fyrra. Er þetta í fyrsta sinn sem hann spilar á móti gömlu samherjum sínum en Sigurjón og Guðjón Lárusson Stjörnunni (6.4 stig og 4 fráköst að meðaltali) eru tvíburar og er þetta einnig í fyrsta sinn sem þessir bræður mætast á körfuboltavellinum í sitthvoru liðinu. Verður örugglega gaman að sjá þá berjast undir körfunni en báðir leikmenn eru miklir keppnismenn.

- Stjarnan eru í 11. og næstneðsta sæti í Úrvalsdeildinni eftir 10 leiki með aðeins 2 sigra. Á meðan er ÍBV í 4.sæti riðils síns en á einn leik til góða sem kemur þeim í 2.sætið. Tvö óvænt töp vegna manneklu um daginn gegn HK og KKF Þórir kom þeim í þessa stöðu.

- Justin Shouse 19.9 stig og 6.5 stoðsendingar í leik, Jovan Zdravevski 18.3 og Fannar Helgason 14.3 og 11.2 fráköst eru burðarrásir liðsins og munu eflaust verða okkar mönnum erfiðir á morgun.

- Stjarnan eru nýbúnir að reka Braga Magnússon sem var búinn að þjálfa þá undanfarin 2 ár. Spilaði Baldvin Johnsen 32 ára leikmaður ÍBV nokkur tímabil ásamt Braga með Haukunum í "gamla daga". Um það leyti var Björn Einarsson 28 ára þjálfari ÍBV að stíga sín fyrstu spor með Meistaraflokk og æfði og spilaði smá með Baldvin og Braga 1 og hálft tímabil.

- Stjarnan vann öruggan sigur á Mostra í 32 liða úrslitunum 48-103 á Stykkishólmi. ÍBV unnu Álftanes 80-55 í forkeppninni á heimavelli og unnu svo Breiðablik b 20-0 í 32 liða þar sem Blikarnir gáfu leikinn!

- ÍBV hefur á að skipa bestu stuðningsmönnum landsins og mun stuðningsmannasveitin með þá Teit, Hjálmar og Daða í fararbroddi skemmta áhorfendum sem fyrr! Teitur tattú lofar miklum látum og stemmningu frá a-ö og er von á Ottó, Anton Bjössa, Patta og fleirum með í stúkuna !!

Meðalskor og vítanýting leikmanna ÍBV það sem af er tímabilinu:
Björn Einarsson 23.6 - (26/36 víti)
Sigurjón Lárusson 19.8 - (22/29)
Baldvin Johnsen 13.3 - (12/27)
Kristján Tómasson 12.4 - (8/12)
Þorsteinn J. Þorsteinsson 10.0 - (5/11)
Brynjar Ólafsson 8.4 - (4/4)
Benoný Þórisson 7.0 - (1/1)
Ólafur Sigurðsson 6.0 - (4/5)
Alexander J. Þorsteinsson 5.2 - (6/10)
Daði Guðjónsson 5.0 - (0/0)
Arnsteinn I. Jóhannesson 2.8 - (0/0)
Teitur Guðbjörnsson 2.5 - (0/0)
Jónatan Guðbrandsson 2.0 - (1/2)
Einar K. Helgason 0.7 - (0/0)
Heiðar S. Ingimarsson 0.0
Kristinn Þór Jóhannesson 0.0
Sverrir M. Jónsson 0.0
Pálmi Freyr Óskarsson 0.0
 

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%