Framlög til Fræðslu- og símenntunarstöðva á Suðurlandi lægst

11.Desember'08 | 23:46

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

Í gær beindi þingmaðurinn Eygló Harðardóttir spurningu til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra um fjárframlög til Fræðslu- og símenntunarstöða á Íslandi.

Í spurningu Eyglóar kemur m.a. eftirfarandi fram:
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fara um ellefuhundruð og sjötíu milljónir króna í símenntun og fjarkennslu.  Það er um 1,9% af heildarfjárveitingu menntamálaráðuneytisins.  Stærstu liðirnir eru íslenskukennsla fyrir útlendinga eða um 262,6 milljónir kr. og 421,5 milljónir í námskeið og ráðgjöf. Mun lægri upphæðir fara beint til miðstöðvanna eða um 9-20 milljónir hvert. Þekkingarsetrin eru að fá um 22-44 milljónir hvert.

Þegar bein framlög til miðstöðvanna og setranna í landsbyggðar kjördæmunum eru skoðuð kemur í ljós að framlag til Suðurkjördæmis er langlægst, eða um 73,6 milljónir kr. Framlög til Norðausturkjördæmis eru um 85,7 milljónir kr. og Norðvesturkjördæmis um 105 milljónir kr.

Spurði Eygló svo menntamálaráðherra svo hvort að hún hugðist styðja áfram við uppbyggingu þekkingarsetra með því að koma að rekstri háskólafélags Suðurlands og rétta þannig hlut Suðurkjördæmis gagnvart öðrum.

Ráðherra sagðist vera sammála fyrirspyrjanda um mikilvægi þess að hafa gott aðgengi að menntun. Markviss uppbygging hefur verið á sviði menntamála yfir allt landið. Ný framhaldsskólalög gefa ákveðið tækifæri t.d. á að tengja Suðurlandið, Vestmannaeyjar og Rangárvallarsýslurnar í eitt menntakerfi.

Um háskólafélag Suðurlands sagði Þorgerður Katrín:
„Hvað varðar háskólafélag Suðurlands þá fékk ég það tækifæri, og hafði mikla ánægju af, að hitta það fólk ekki alls fyrir löngu. Eðlilega munum við gera allt til þess að vera í auknu samstarfi við Suðurland. Suðurland er ekki undanskilið hvað þetta varðar og vil ég m.a. benda á að Háskóli Íslands hefur ákveðna starfsemi á Suðurlandi, á Selfossi, sem tengist jarðskjálftarannsóknum."

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.