Einn fékk að gista fangageymslur lögreglu

9.Desember'08 | 08:01

Lögreglan,

Það var öllu rólegra hjá lögreglu í vikunni sem leið en var í vikunni á undan.  Þrátt fyrir það hafði lögreglan í ýmsu að snúast í kringum skemmtanahald helgarinnar og þurfti að koma fólki til hjálpar sökum ölvunarástands þess.
Þá stendur yfir umferðarátak lögreglu en mörg undanfarin ár hefur lögreglan lagt sérstaka áherslu á umferðareftirlit á aðventunni og þá m.t.t. ölvunar- og fíkniefnaaksturs.

Einn þjófnaður var tilkynntur lögreglu í vikunni en um er að ræða þjófnað á staðsetningartæki af gerðinni Garmin úr bifreið sem stóð Miðstræti. Er talið að þjófnaðurinn hafi átt sér stað á tímabilinu frá kl. 14:00 þann 4. desember til kl. 11:00 þann 5. desember sl. Engar upplýsingar liggja fyrir um hver þarna var að verki en ef einhver hefur upplýsingar um það er sá sami beðin um að hafa samband við lögreglu.

Einn fékk að gista fangageymslur lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en hann hafði verið til vandræða í heimahúsi, sökum ölvunar.

Alls liggja fyrir fimm kærur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna og var í tveimur tilvikum skráningarmerki tekið af ökutækjum vegna vanrækslu á að færa ökutæki til skoðunar og vanrækslu á að breiða lögboðnar tryggingar. Þá liggja fyrir kærur vegna ólöglegrar lagningar og notkunar farsíma í akstri án þess að nota handfrjálsan búnað. Þrettán ökutæki voru boðuð til skoðunar í vikunni.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum en eitthvað tjón varð á ökutækjum.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).