Eyja-aðventukvöld í Seljakirkju

8.Desember'08 | 07:34

Jól jólaskraut

Næstkomandi fimmtudagskvöld stendur Áttahagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu fyrir Eyja-aðventukvöldi Í Seljakirkju og hefst aðventukvöldið klukkan 20:00.

Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson, leiðir samveruna. Jólaguðspjallið verður lesið ásamt jólasögu og sungið verður við kertaljós.


Eftir samveruna verður kaffi, konfekt og spjall í safnaðarheimilinu.

Seljakirkja er að Hagaseli 40 og er inngangur við Rangársel.

Hittumst og eigum notalega kvöldstund saman.
Allir eyjamenn hjartanlega velkomnir

Stjórn ÁTVR

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is