Vinnslustöðin skoðar uppgjör í evrum

6.Desember'08 | 10:20

VSV vinnslustöðin

STJÓRN Vinnslustöðvarinnar ætlar ekki að birta níu mánaða uppgjör eins og að var stefnt. 21. október birtist tilkynning í Kauphöll Íslands um að uppgjörið yrði birt í seinasta lagi 21. nóvember. 11. nóvember var fresturinn framlengdur til 28. nóvember.
Í gær var svo tilkynnt að uppgjörið yrði ekki birt. Var það rökstutt þannig að Vinnslustöðin hefði verið afskráð úr Kauphöllinni 14. nóvember og þyrfti því ekki að birta uppgjör ársfjórðungslega lengur.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin í samráði við stjórnendur Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins.

„Við erum að fara yfir stöðuna og munum auðvitað birta ársreikning fyrir þetta ár fljótlega eftir áramót. Eitt af því sem fyrirtækjum verður væntanlega heimilt, samkvæmt nýlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, er að færa uppgjör í evrum í stað króna. Það mun gefa aðra og gleggri mynd af rekstri félaga sem eru með lán og tekjur í erlendri mynt. Þetta erum við að fara yfir því markmið stjórnarinnar er að gefa sem réttasta mynd af eignum félagsins og skuldum á hverjum tíma," segir Sigurgeir.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.