Síld, róður, veisla og uppnefni

4.Desember'08 | 08:47

Georg Arnarson

Þetta eru rosalega slæmar fréttir af síldinni undanfarna daga og ég tek undir með búkollu bloggvinkonu, af hverju ekki að veiða meira af þessu til bræðslu, ef hún er hvort sem er að drepast, og bjarga þannig tekjum sjómanna með því að auka veiðarnar og vinnuna í bræðslunum, en það er nokkuð ljóst að fiskvinnslufólk er að tapa miklu og mér skilst, að reiknað hafi verið með síld a.m.k. fram að jólum og ef viðbótarkvóti hefði komið hugsanlega eitthvað í janúar, þannig að tekjumissir verkafólks er a.m.k. hálf milljón á mann, fyrir utan það, að nú þegar veit ég til þess að nokkrir sem störfuðu á vöktum hafa misst vinnuna og hafa skráð sig atvinnulausa. Ekki góðar fréttir þetta í kreppunni.

Ég fór á sjó í fyrrakvöld og náði í tæp 1400 kg á 10 bala, en veðrið er afar dapurt um þetta leytið.

Á laugardaginn var ég á jólahlaðborði Frjálslynda flokksins, sem haldið var í Hafnarfirði. Þetta var að sjálfsögðu meiriháttar gaman, maturinn frábær og skemmtiatriðin ágæt. Mesta athygli vakti þó happadrætti sem haldið var á vegum kvennahreyfingar FF, þar sem Grétar Mar fór á kostum. Ég þakka fyrir mig og mína.

Ég hef verið að velta því fyrir mér aðallega undanfarnar vikur, hvort ég ætti að skrifa meira um þessa umdeildu bók Sigurgeirs, sem hann kallar Viðurnefni í Vestmannaeyjum, en ég held að nær væri að kalla uppnefni í Vestmannaeyjum. Hreint ótrúlega margir hafa komið að orði við mig um þessa umdeildu bók síðustu vikur og mánuði, en ég hef ekki viljað skrifa um þetta vegna þess að ég hef engan áhuga á að auglýsa þessa bók, en að sjálfsögðu eftir því, sem fleiri koma að máli við mig, þá vill ég ekki útiloka slík skrif. Einnig hefur það vakið athygli mína að undanförnu, að t.d. kom bréf frá skólanum fyrir nokkrum dögum síðan, þar sem í gangi er átak til að taka á einelti í skólanum. Einnig vakti athygli mína útvarpsþáttur nýlega, þar sem þáttarstjórnandi orðaði þetta þannig að mörg uppnefni virki á fólk eins og það hafi verið stungið með hníf og eini munurinn sé oft sá að sárin eru oft mun lengur að gróa, þ.e.a.s. ef þau gróa þá nokkurn tímann. Svo ég taki enn eitt lítið dæmi, þá sagði ágætur vinur minn hér í eyjum við mig fyrir stuttu síðan (maður sem er töluvert eldri en ég), að hann mundi eftir einum skólabróðir sínum frá því í skóla í gamla daga, sem var alveg snillingur að búa til allskonar nöfn á fólk og m.a. bjó til nafn sem hann fékk á sig og hann þoldi aldrei, en sem betur fer kemur ekki fram í bók Sigurgeirs, en ég skynjaði það á orðum þessa ágæta vinar míns, að þrátt fyrir að öll þessi ár væru liðin, þá nánast hataði hann þennan mann ennþá í dag. Þetta þótti mér afar dapurt að heyra og hef ég því að undanförnu skoðað lítillega öll þau nöfn, sem ég hef fengið á mig í gegnum árin, og af þeim nöfnum sem ég hef heyrt, þá erum við að tala um sennilega upp undir 10 nöfn, sum kannski reyndar bara lifað í einhverjar vikur eða mánuði, en önnur í nokkra áratugi. Ég ætla að láta þetta duga í bili, en minna fólk á það að við eigum að sjálfsögðu að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur.

Meira seinna.

http://georg.blog.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.