Mikil áhrif á allt samfélagið í Eyjum

3.Desember'08 | 08:27
„HÉR var fyrirséð að nóg atvinna væri fram að jólum að minnsta kosti. Það er ljóst að þessi sýking í síldinni hefur mikil áhrif á fyrirtækið og í raun allt samfélagið
hér í Vestmannaeyjum, “ segir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja.
Fyrirtækið er með tvö skip á síldveiðum, Álsey og Júpiter. Frystiskipið Guðmundur var að ljúka veiðum úr norsk-íslensku síldinni og var fyrirhugað að hann héldi einnig til síldveiða til manneldis,
eftir löndun á Þórshöfn. Ísfélagið er með um 20 þúsund tonna kvóta og eru skip fyrirtækisins búin að veiða um tólf þúsund tonn og hafa um níu þúsund farið í frystingu.

Ef ekki verður hægt að vinna meira til manneldis má reikna með að reynt verði að brúa bilið til áramóta með vinnslu á bolfiski en 80 manna kjarni hefur unnið við síldina síðustu vikur. „Svo vonar maður bara að við fáum eitthvað af loðnu, nóg er nú samt."

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.