Árni boðar til sóknar og heldur 11 fundi

3.Desember'08 | 12:29

Árni Johnsen, Þjóðhátíð, Brekkusöngur

,,Það er tvennt sem ríður á núna og það er að heimilin standi og atvinnulífið gangi," segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Árni boðar til sóknar í kjördæminu og heldur 11 fundi á viku þar sem meira en 80 atvinnurekendur flytja ávörp. ,,Þetta eru helstu atvinnurekendur á hverjum stað og það sem er mjög athyglisvert er að enginn hefur skorast undan að mæta og vera með."

Árni segir að aldrei áður hafi slíkir fundir verið haldnir. Hugsunin sé að hver og einn ræðumaður fari yfir hvað viðkomandi fyrirtæki sé að gera og hvernig þeir sjái fyrir sér framtíðina. ,,Það að allir ætli að mæta þýðir að allir ætla að berjast, sem er mjög jákvætt," segir Árni.

Fundarherferðin er ekki farin í nafni Sjálfstæðisflokksins heldur Árna. ,,Það er hægt að vera í pólitík án þess að vera alltaf í beinu sambandi við flokkinn. Ég tel mikilvægt að menn hafi frumkvæði." Heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu í dag og annar kostnaður greiðist því úr vasa þingmannsins. ,,Ég sem um allt saman og klára þetta dæmi."

Fyrsti fundurinn er kvöld og fer hann fram í Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn og hefst klukkan 20. Átta einstaklingar flytja ávörp og meðal þeirra eru Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri í Ölfussi, Einar Sigurðsson útgerðarmaður í Auðbjörgu og Jón Ólafsson stjórnarformaður Icelandic Water.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.