Nýi Glitnir fjármagnar smíði nýrrar Þórunnar Sveinsdóttur VE

2.Desember'08 | 16:06
Reykjavík 1. desember 2008: Ós ehf. og Nýi Glitnir hafa samið um fjármögnun hins síðartalda á smíði nýs 39m togveiðiskips, Þórunnar Sveinsdóttur VE. Skipið verður smíðað hjá dönsku skipasmíðastöðinni Karstensens Skibsværft A/S.

Samningur þess efnis var reyndar undirritaður á vordögum 2007 en í ljósi mjög breyttra og versnandi aðstæðna á fjármálamörkuðum, m.a. vegna óhagstæðrar þróunar gengis taldi útgerðin rétt að fara ítarlega yfir allar áætlanir sínar. Niðurstaðan, sem er einkar ánægjuleg, er sú að halda ótrauð áfram smíðinni eins og áætlað var og fá nýja Þórunni Sveinsdóttur VE til Eyja á haustdögum 2009 en þá á útgerðarfélagið einmitt fjörtíu ára starfsafmæli.


„Það er Nýja Glitni ánægja að staðfesta aðkomu sína að smíðinni og tryggja fjármögnun hennar allt til loka verksins. Við teljum þetta mikilvægt í ljósi þeirrar staðreyndar að útgerðin Ós ehf. er samfélaginu í Vestmannaeyjum gríðarlega mikilvæg. Hún er ennfremur í hópi reynslumestu útgerðaraðila á landinu með um 40 ára farsæla útgerðarsögu. Það er bankanum gleðiefni að finna að hann nýtur þess trausts að fjármagna svo stórt verk sem snýr að grunnatvinnuvegi landsins. Það er einnig mikilvægt að styðja vel við það öfluga byggðarlag sem Vestmannaeyjar er, þar sem áræðni og bjartsýni er ríkjandi í samfélaginu."  segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Nýja Glitnis

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.