Meðalgreint fólk

2.Desember'08 | 07:08

Tobbi

  Það er stundum sem maður getur ekki annað en látið fólk fara í taugarnar á sér. Auðvitað á maður ekki að gera það en þetta moggablogg hefur oftar en ekki farið óskaplega í taugarnar á mér. Þarna er vettvangur fyrir hvern sem er að láta orð í belg og birtist hann fyrir alþjóð, því þetta er jú einn mest sótti vefur landsins. Nú er ég að vitna í athugasemdir sem fylgdu í kjölfarið á frétt sem var um það hvort hvalshræið í Reynisfjöru hafi verið það sem lenti á öðrum jafnvægisugganum á Herjólfi.

Ég skrifaði um þetta hér um daginn og var bara svona að velta þessari hugmynd fyrir mér. En það eru nokkrir sem velta þessu fyrir sér með öðrum augum en mínum. Það er auðvitað í sömu grein gert lítið úr Vestmannaeyingum, sagt að hér búi ekki nema 2000 manns og það eigi að flytja alla upp á land. Ríkið á ekki að vera að spreða peningum í nýjan Herjólf því það er ekki upp á þetta pakk á púkka.
  Fréttina á mbl má lesa hér.
  Heimskulegast athugasemdin er hér.
  Næst heimskulegast athugsemdin er hér.
  Þessu fólki finnst of langt gengið í siglingu skipsins ef það er farið að drepa hvali líka. Og einn af þeim kennir Vestmannaeyingum um hvernig fór fyrir greyið hvalnum.
  Endilega kíkiði á þessar moggblogg síður hjá þeim og skiljið eftir smá athugasemdir.

http://www.123.is/tobbivilla

 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.