Stúlka um tvítugt var stöðvuð á flugvellinum í Vestmannaeyjum með fíkniefni

1.Desember'08 | 16:45

Lögreglan,

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið eins og er reyndar búið að vera undanfarnar vikur.  Að vanda þurfti lögreglan að aðstoða fólk til síns heima sökum ölvunarástands þess. 

Lögreglan fékk fjórar tilkynningar um fok vegna þess hvassviðris sem gekk yfir Eyjarnar að kvöldi 27. nóvember og aðfaranótt 28. nóvember sl. Var helst um að ræða fiskikör sem höfðu fokið. Í einu tilviki hafði kar fokið á bifreið og skemmdist bifreiðin eitthvað sökum þess.

Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en stúlka um tvítugt var stöðvuð á flugvellinum í Vestmannaeyjum og reyndist hún vera með um 2 gr. af amfetamíni meðferðis.  Hún viðurkenndi að eiga efnið og telst málið upplýst.

Tvö eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið og var í öðru tilvikinu um að ræða skemmdir á glugga í Félagsheimilinu Rauðagerði að talið er að kvöldi 24. nóvember sl. eða aðfaranótt 25. nóvember sl.  Jafnframt hafði verið farið inn í húsið og skrúfað frá vatni inni á salerni þannig að vatn flæddi þar um.  Litlar sem engar skemmdur urðu þó.  Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki en lögreglan hvetur þá sem einhverjar upplýsingar hafa um að hafa samband.

Í hinu tilvikinu hafði verið brotist inn að Vestmannabraut 22 undir morgun þann 30. nóvember sl., með því að brjóta upp hurð jafnframt sem rúða hafið verið brotin. Höfðu þeir sem þarna voru að verki ollið nokkrum skemmdum innandyra.  Lögreglan hefur upplýsingar um hverjir þarna voru að verki og er málið í rannsókn.

Einn fékk að gista fangageymslu lögreglu um helgina en hann hafði verið til óþurftar á veitingastaðnum Lundanum aðfaranótt 29. nóvember sl.

Af umferðarmálum er það helst að frétta að undanfarið hefur borið á því að bifreiðar sem óheimilt er að sé lagt í íbúðarhverfi, sökum þyngdar ökutækisins, sé lagt þar þrátt fyrir það og hafa ökumenn viðkomandi ökutækja verið sektaðir vegna þessa.  Þá liggja fyrir sektir vegna vanrækslu á að hafa öryggisbelti spennt í akstir og ólöglegrar lagningar ökutækis.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni en engin slys á fólki urðu í þessum óhöppum en eitthvað tjón varð á ökutækjum.

 

 

 

 

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.