Hermann Hreiðarsson á betra skilið

29.Nóvember'08 | 10:00
,,ÞAÐ er nánast öruggt að Hermann fer frá Portsmouth í janúar. Ég get staðfest að það hafa lið bæði úr úrvalsdeildinni og úr 1. deildinni borið víurnar í hann. Þá hafa lið í Skotlandi og víðar spurst fyrir um hann en ég tel víst að hann verði um kyrrt á Englandi," sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður landsliðsfyrirliðans Hermanns Hreiðarssonar, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Hermann sat allan tímann á varamannbekknum í fyrrakvöld þegar Portsmouth gerði 2:2 jafntefli við sexfalda Evrópumeistara AC Milan í UEFA-bikarnum og Eyjamaðurinn sterki virðist algjörlega vera kominn út í kuldann hjá bikarmeisturunum.

Hermann hefur ekkert komið við sögu í síðustu 7 leikjum liðsins í úrvalsdeildinni, eða frá því hann lék í tvær mínútur gegn Stoke í byrjun október. Hann hefur ekki fengið að spreyta sig eina einustu mínútu frá því Tony Adams tók við stjórastöðunni af Harry Redknapp í síðasta mánuði og skilaboðin eru þar með skýr af hálfu gamla Arsenal-mannsins: Hermann er ekki inni í myndinni.

Vestmannaeyingurinn hefur verið í byrjunarliði í aðeins einum leik af 14 í úrvalsdeildinni - í fyrsta leiknum í ágúst þar sem Portsmouth tapaði fyrir Chelsea, 4:0.

Nánar í Morgunblaðinu í dag

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.