Ekki sáttur við framgöngu Eyjamanna

28.Nóvember'08 | 10:58

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

Fyrir skemmstu skrifaði ÍBV í fótbolta undir leikmannasamning við Viðar Örn Kjartansson, en Viðar var áður leikmaður Selfyssinga.
Viðar Örn var efnilegasti leikmaður 1.deildar á þessu ári og greinilegt að mikið efni er þar á ferð. Á vefnum fótbolti.net er rætt við Gunnlaug Jónsson, þjálfara Selfyssinga er þar segir hann að hann sé ekki sáttur við framgöngu eyjamanna í tengslum við þessa félagaskipti

Á fotbolti.net má lesa þetta:
,,Það er sárt að missa góðan og mjög efnilegan strák. Hann æfði með okkur fyrstu tvær vikurnar síðan ég byrjaði 1. nóvember og það er greinilega mikið spunnið í þennan leikmann," sagði Gunnlaugur í samtali við Fótbolta.net í gær.

,,En við vissum af því að hann væri kominn í viðræður við Eyjamenn fljótlega eftir tímabilið. Ég lagði heldur betur mitt af mörkum til að hann yrði áfram og reyndi að sannfæra hann um að það væri ekki rétta skrefið fyrir hann að fara núna í úrvalsdeildina."

,,Ég taldi að hann ætti að fara að fordæmi Sævars Þórs sem fór í úrvalsdeildina 22 ára, að mínu mati tel ég að Viðar hafi gott að því að í minnsta eitt tímabil með Selfoss og festa sig í sessi sem toppleikmaður í fyrstu deild, við sjáum Guðjón Baldursson sem var tilbúinn til leiks í úrvalsdeildinni í sumar 22 ára eftir nokkur ár í fyrstu deildinni með Stjörnunni og hann uppsker atvinnumannasamning í Sænsku Úrvalsdeildinni eftir tímabilið."

,,Það sem ég er ósáttur við er að Eyjamenn tilkynna undirskrift leikmannsins án þess að ganga formlega frá við Selfoss og komu fréttir af þessari undirskrift okkur algjörlega í opna skjöldu. Hann er reyndar á samning til áramóta og þá er leyfilegt samkvæmt KSÍ að ræða við hann eftir 15. október."

,,Í raun bannar þeim ekkert að skrifa undir en mér finnst að þeir hefðu átt að gera þetta í samráði við Selfoss, það sýnir alltaf ákveðin klassa að koma hreint fram En svo er annað verra, því eyjamenn töluðu við samningsbundin leikmann, áður en hann sagði upp samning og það er ólöglegt. Það er ekki langt síðan Eyjamenn voru að kvarta yfir vinnubrögðum Valsmanna varðandi Atla Jóhannesson, ef þeir vilja að faglega sé staðið að málum þá verða þeir að gera það líka."

,,Reyndar skrifaði Viðar undir samning 11. mars, sem átti að gilda út tímabilið 2009, en vegna formgalla og uppsagnarákvæðis gat hann sagt honum upp þagar eyjamenn voru byrjaðir að bjóða honum álitlegan samning. Þegar við fréttum að eyjamenn væru farnir að tala við hann, settum við allt kapp í að halda honum."

,,Ég óska Viðari alls hins besta og vona að hann sýni fram á að þetta var rétt skref hjá honum. Við höfum vissu fyrir að það sem þeir buðu honum gætum við ekki jafnað og samkvæmt síðustu fréttum frá Eyjum er staðan ekki glæsileg þar svo ég set spurningamerki við hvort þeir hafi efni á að bjóða betur en uppeldisklúbburinn hans."

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.