Fundurinn lýsti yfir eindregnum stuðningi við forsætisráðherra

26.Nóvember'08 | 08:13

Geir H Haarde sjáflstæðisflokkur XD

Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var haldinn laugardaginn 22. Nóvember s.l. að Leirubakka í Landssveit. Var fundurinn gríðarlega vel sóttur og karftmikill. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Sandgerðis, var endurkosinn formaður kjördæmisráðsins.
Gestir fundarins voru þau Geir. H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra. Var gerður góður rómur að ræðum þeirra. Þá sátu þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, þau Árni M. Mathiesen, Kjartan Ólafsson, Árni Johnsen og Björk Guðjónsdóttir í pallborði.
Eftirfarandi ályktun var samþykkt með dynjandi lófataki á fundinum:

„Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi lýsir yfir eindregnum stuðningi við forsætisráðherra, Geir H. Haarde, og forystu flokksins. Það er mikilvægt að á tímum sem þessum séu ábyrgir aðilar við stjórnvölinn sem veigra sér ekki við að taka á þeim vanda sem steðjar að þjóðinni. Fundurinn telur mikilvægt að þeir sem kosnir eru til ábyrgðarstarfa skorist ekki undan þó á móti blási."

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.