Skipaafgreiðsla Vestmannaeyja

21.Nóvember'08 | 07:07

Tobbi

 Vinnslustöðin hefur ákveðið að fara út í rekstur löndunargengis hér í Eyjum í samkeppni við Vinnutæki sem hefur verið hér með öflugt löndunargengi í mörg ár. Þeir eru að auglýsa eftir fólki í gengið í Fréttum í dag en búið er að ráða löndunarstjóra. Það vantar því bara óbreytta löndunarmenn sem geta unnið óreglulegan tíma og þá sennilega gengið í öll þau störf sem yfirmönnum VSV dettur í hug.
Þetta er eitt dæmi þess að litlir einkaaðilar eiga helst ekki að fá neitt svigrúm til þess að fá að starfa á jafn litlu svæði eins og Vestmannaeyjum. Löndunargengið sem hefur séð um landanir hér hingað til hefur verið að standa sig með prýði, hvort það sé rukkað óeðlilega hátt fyrir landanir þá leyfist mér að efast um það. Það væri þá fyrir löngu búið að segja öllum samningum upp.

  Á austurlandi er eitt löndunargengi sem sér um allar austfjarðarhafnirnar en þar eru mörg stöndug fyrirtæki sem gætu eflaust séð um sig sjálf og jarðað löndunargengið. En þar sjá menn ekki ástæðu til þess að vera að standa í þessum rekstri því það kerfi sem er í gangi nú er að ganga ágætlega.

  Hér í Eyjum þurfum við á löndunarþjónustu að halda. En ef stóru útgerðarfyrirtækin hér í Eyjum ætla sér í samkeppni við löndunargengið þá er engin spurning um það hver vinnur þá samkeppni.

  En hvar á að draga mörkin, eiga stóru útgerðarfyrirtækin kannski að fara út í annan rekstur sem litlir einkaaðilar eru í í dag. Eins og til dæmis að taka að sér umboð fyrir olíufyrirtækin, skipakostinn, opna hér rafmagnsverkstæði eða eitthvað annað. Það hefur verið lokað flestum ef ekki öllum þeim vélaverkstæðum sem fyrirtækin ráku hér um árið því þau hafa ekki talið það vera hagkvæmt í rekstri. Þetta var auðvitað mikil lyftistöng fyrir þau fyrirtæki í bænum sem bjóða þesskonar þjónustu og hafa þau notið góðs af því. Þess vegna er smávægilegur tvískilningur hjá mér í þessari ákvörðun hjá VSV. Ég leyfi mér að efast um það að þetta sé einn stærsti útgjaldaliðurinn hjá útgerðinni í dag. Stundum er krónum kastað til að spara aura.

  Og svona í lokin þá vona ég að ég sé ekki að slá á viðkvæmar taugar heldur vildi ég einungis velta þessu fyrir mér því það hefur ekkert heyrst um þessa hlið málsins.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.