Höllin hefur fengið starfsleyfi

21.Nóvember'08 | 08:28

Höllin Höllinn

Það verður að segjast að 114. Fundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands marki tímamót í sögu Hallarinnar í Vestmannaeyjum en Höllin hefur verið án skemmtanaleyfis í langan tíma vegna hávaðamengunar.
Í morgun fékkst það staðfest hjá starfsmanni Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að á fundi í gær var það samþykkt að Höllin fengi skemmtana og starfsleyfi. Viðkomandi starfsmaður vildi lítið annað segja um málið annað en að staðfesta það að starfsleyfið hafi verið samþykkt.

Miklar endurbætur hafa farið fram á húsnæðinu til að minnka þá hávaðamengun sem að kom frá húsinu og nágrannar kvörtuðu yfir. Mælingar hafa staðið yfir að undanförnu en Höllin fékk undanþágu til að halda tvo dansleiki til að hægt væri að mæla eftir breytingar. Nú hefur loks niðurstaða fengist í málið og starfsleyfi hefur verið veitt.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.