Fjölskyldu- og tómstundaráð fagnar því frumkvæði sem Vestmannaeyjabær hefur sýnt með því að setja fram aðgerðaáætlun

21.Nóvember'08 | 07:04

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

Miðvikudaginn 12.nóvember síðastliðinn var haldinn fundur hjá Fjölskyldu- og tómstundaráði Vestmannaeyja og að venju voru nokkur mál á dagskrá fundarins.
Barnaverndarmál voru rætt og bókuð í sérstaka trúnaðarmálabók eins og lög og reglur gera ráð fyrir.

Framkvæmdastjóri Fjölskyldusviðs fór yfir stöðu mála þjónustusamnings vegna málefna fatlaðra og farið yfir þær aðgerðir sem í vinnslu eru vegna þjónustusamningsins.

Umsókn lá fyrir frá Kvennaathverfinu um rekstarstyrk fyrir árið 2009 og gat Fjölskyldu- tómstundaráð ekki orðið við beiðninni en ráðið mjög hlynnt þeirri þjónustu og starfsemi sem að Kvennaathvarfið veitir.

Bókun um aðgerðaráætlun Vestmannaeyjabæjar var tekin fyrir á fundinum með afbrigðum. Meirihluti nefndarinnar bókaði eftirfarandi um aðgerðaráætlunina:
"Fjölskyldu- og tómstundaráð fagnar því frumkvæði sem Vestmannaeyjabær hefur sýnt með því að setja fram aðgerðaáætlun til að koma til móts við fjölskyldur bæjarins í þeim efnahagsþrengingum sem nú herja á landsmenn. Það er jafnframt ánægjulegt til þess að vita að Vestmannaeyjabær muni ekki hætta við uppbyggingu útivistarsvæðis við sundlaugina en til stendur að taka fyrstu skóflustunguna nk. mánudag. Allt eru þetta verkefni sem koma til með að efla Vestmannaeyjar sem fjölskylduvænt samfélag og jafnframt veita fjölmörgum iðnaðarmönnum verkefni á meðan á kreppunni stendur."

Aldís Gunnarsdóttir fulltrúi V lista lagði þá fram eftirfarandi bókun:
"Í kjölfar efnahagslægðarinnar vil ég koma því á framfæri að hlutverk lýðræðiskjörinna fulltrúa er að sinna skyldum sínum við þegna samfélagsins. Tel ég að ekki þurfi að þakka sérstaklega fyrir það, öll kurl eru ekki komin til grafar og getur Vestmannaeyjabær líkt og önnur sveitafélög lent í öldudal efnahagslægðarinnar þar sem sársaukafullra aðgerða er þörf. Með það fyrir augum tel ég ekki rétt að þakka sérstaklega fyrir fyrrgreindar aðgerðir".

Og meirihlutinn svaraði:
Meirihluti fjölskyldu- og tómstundaráðs telur rétt að þakka góð verk og að með aðgerðaáætluninni hafi Vestmannaeyjabær sýnt að hann muni leitast við að verja fjölskyldur Vestmannaeyjabæjar fyrir þeim efnahagsþrengingum sem framundan eru eins og kostur er.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.