Bæjaráð lýsir yfir miklum vonbrigðum með stöðu samgangna milli Vestmannaeyja og Suðurlands

19.Nóvember'08 | 08:41

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Bæjaráð lýsir yfir miklum vonbrigðum með stöðu samgangna milli Vestmannaeyja og Suðurlands

Í gær var haldin fundur hjá bæjarráði Vestmannaeyja og voru að þessu sinni samgöngur til og frá Vestmannaeyjum eina umræðu efni fundarins í ljósi atburða liðinnar viku. 

Bæjarráð segir að þrátt fyrir skilning á forsendum frestunar á nýsmíði Herjólfs þá lýsi bæjarráð yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun stjórnvalda. Herjólfur er orðinn 16 ára gamall og er nú bilaður og veldur bilunin bæði frátöfum og óþægindum fyrir farþegar, flug á Bakka hefur verið lagt af og óvissa ríkir nú um framtíðarsamgöngur í framhaldi af ákvörðun um frestun á smíði nýrrar ferju.
Bæjarráð hvetur samgönguráðherra til að leita sem fyrst allra leiða til að bjóða út smíði skipsins á ný og verður það þá í þriðja skipti sem sú smíði verður boðin út. Í ljósi efnahagsástandsins hvetur bæjarráð ennfremur til þess að allra leiða verði leitað til að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að bjóða í nýsmíðina.

Að lokum leggur bæjarráð þunga áherslu á að haldið verði áfram með framkvæmdir í Landeyjahöfn, sem hófust í haust með vegagerð og verður í vetur unnið að gerð grjótvarnargarða. Næstu skref stýrihóps um framkvæmdina hljóta að verða kortlagning á millileikjum til að tryggja að hægt verði að nýta Landeyjahöfn til að bæta samgöngur til Vestmannaeyja eigi síðar en 1. júlí 2010 til dæmis með leigu á skipi eða breytingum á núverandi Herjólfi.

Vonbrigði með stöðu flugsamgangna milli Vestmannaeyja og Suðurlands
Bæjarráð lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá stöðu sem nú er komin upp hvað varðar samgöngur milli Vestmannaeyja og Suðurlands. Bakkaflugvöllur og Flugfélag Vestmannaeyja hafa þjónustað Vestmannaeyinga mikið seinustu ár og hafa flugfarþegar á þeirri leið verið milli 25 og 30 þúsund seinustu ár.

Í fyrirliggjandi bréfi bendir Flugfélag Vestmannaeyja á að ekki sé hægt að halda úti flugi á þessari leið öðruvísi en að til komi ríkisstyrkur. Bæjarráð hvetur samgöngurráðherra til að beita sér í þessu mikla hagsmunamáli.

 

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.