Tillaga til þingsályktunar um líkanatilraunir vegna stórskipahafnar í eyjum lögð fyrir á Alþingi

17.Nóvember'08 | 12:01

höfn vestmannaeyjahöfn vestmannaeyjar vestmannaeyjabær

Sjö þingmenn Suðurkjördæmis hafa lagt fyrir Alþingi þingsályktunartillögu um gerð líkans vegna stórskipahafnar í Vestmannaeyjum.

Það er Árni Johnsen sem er flutningsmaður tillögunar en aðrir meðflutningsmenn eru Lúðvík Bergvinsson, Guðni Ágústsson, Kjartan Ólafsson, Björk Guðjónsdóttir, Grétar Mar Jónsson og Bjarni Harðarson.

Tillagan er svo hljóðandi:
 Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að láta nú þegar hefjast handa um líkantilraunir í líkanstöð Siglingastofnunar til að undirbúa gerð stórskipabryggju í Vestmannaeyjum. Kannaðir verði þrír valkostir, norðan Eiðis, innan hafnar og utan hafnar í Skansfjöru gegnt Klettsvík, en þessi þrjú svæði hafa verið til umfjöllunar hjá hafnarstjórn Vestmannaeyja. Mikilvægt er að reikna með a.m.k. tveggja skipa viðleguplássi eða um 500 m kanti.

Í greinagerð með þingsályktunartillögunni kemur m.a. annars fram að á næstu árum verði breytingar á flutningsskipaflota Íslendinga sem mun leiða til stækkunar skipa sem veldur því að skipin geta ekki lagst að bryggju í Vestmannaeyjum. Næsta kynslóð gámaskipa verður væntanlega byggð á 180-200m löngum skipum.

Stórskipakantur utan Eiðis er fýsilegasti kosturinn vegna nálægðarinnar við aðalathafnasvæði Vestmannaeyjahafnar og möguleika til landauka, en Skansfjara er einnig magnaður möguleiki þótt aðgengi inn á hafnarsvæðið sé þar ekki eins auðvelt. Stórskipakantur við Lönguna í Vestmannaeyjahöfn yrði við þröngar aðstæður og gæfi ekki mikið svigrúm til mannvirkjagerðar á landi auk þess að mikil höfuðsynd yrði að byggja að sjálfri Löngunni sem er náttúruparadís í sjálfri Vestmannaeyjahöfn og magnað útivistarsvæði framtíðarinnar. Þar er nú eini staðurinn sem hafið kyssir rætur Heimakletts innan hafnar. Engu að síður er þetta valkostur því að skynsemin verður að ráða.

Um 250 stór flutningaskip og farþegaskip koma til Vestmannaeyja á ári þannig að segja má að skip af stærstu gerð séu þar nær daglega. Komur fiskiskipa af öllum stærðum skipta þúsundum í Vestmannaeyjahöfn á hverju ári.

Hægt er að sjá og heyra framsögu og umræðu um málið hér

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.