Mikill áhugi fólks á búsetu Í Vestmannaeyjum

17.Nóvember'08 | 07:51

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um þá staðreynd að íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru farnir að horfa til landsbyggðarinnar í auknu mæli í leit að atvinnu og húsnæði. Þessi þróun er eðlileg í ljósi þess að mun ódýrara er að búa á landsbyggðinni en á stór Reykjavíkursvæðinu.

„Síðustu vikur höfum við fundið fyrir miklum áhuga fólks á búsetu í Vestmannaeyjum. Margar fyrirspurnir hafa borist, bæði til mín og atvinnurekenda," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í samtali við Fréttablaðið.

Elliði segir m.a. að á fyrri hluta ársins 2008 hafi í fyrsta skiptið í átján ár mælst fjölgun á íbúum í Vestmannaeyjum og segir Elliði að rekja megi þá hækkun m.a. til væntingar fólks um bættar samgöngur á næstu árum.

Um atvinnuhorfur í Vestmannaeyjum segir Elliði:
„Við erum kannski ekki alveg tilbúin til að útvega atvinnu fyrir alla einn, tveir og þrír. Hér er hins vegar nægt húsnæði og feikilega mikil þjónusta. Við höfum hér stórt sjúkrahús, dvalarheimili aldraðra, framhaldsskóla, tvo barnaskóla og þrjá leikskóla og gætum auðveldlega, og með mjög litlum breytingum, þjónustað um 7.000 manns, þótt hér búi einungis um 4.000 manns."

Nánar í Fréttablaðinu í dag.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.