Eyjabóka-messa og söngur í Mjóddinni

16.Nóvember'08 | 07:19

Stebbi Run

Í samvinnu við Eymundsson og útgefendur, stendur Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu fyrir Eyjabóka-messu í Mjóddinni við Álfabakka, laugardaginn 22. Nóvember frá kl. 13.00-16.00.

Eftirtaldar bækur sem tengjast Eyjum og eru að koma út um þessar mundir verða í sviðsljósinu og   veittur verður  20%  afsláttur á þessum bókum  til allra Eyjamanna sem mæta.

Kl. 13.00 Flóttinn frá Heimaey, Óttar Sveinsson  (Útkall)
Flóttinn frá Heimaey á hljóðbók (Hljóðbók ehf, Gísli Helgason og Herdís)
Edda týnist í Eldgosinu, sönn saga  úr Heimaey, Herdís Egilsdóttir/Edda Heiðarsdóttir (Útkall) 

Kl. 14.00 Sönghópur ÁtVR  flytur nokkur lög undir stjórn Hafsteins Grétars Guðfinnssonar 

Kl. 14.30 Stebbi Run, Annasamir dagar og ögurstund , æfiminningar Stefáns Runólfssonar , Óskar Þór Karlsson, skráði (Hólar)

Kl. 15.00 Lubbi Lundi, ljúf barnasaga með teikningum eftir Brian Pilkinton (Mál og Menning)

Kl. 15.30 Lundinn , Jóhann Óli Hilmarsson (Forlagið Mál og Menning)
Tímasetning eða annað gæti breytst eitthvað lítilsháttar og uppfærum við það á heimasíðuna okkar: http://www.123.is/atvreyjar/ ef vitað er fyrirfram, annars tökum við því bara með jafnaðargeði eins og vanalega.

Vonumst til að sjá sem flesta Eyjamenn Glaða og hressa í Mjóddinni

Látið endilega þessar upplýsingar berast til allra Eyjamanna.

Eyja-aðventukvöld verður með séra Ólafi í Seljakirkju 11. Desember.
(nánar auglýst síðar)

 Stjórnin      

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.