Engin ferja!

15.Nóvember'08 | 08:29

Tobbi

 Þá er jafnaðarmaðurinn Kristján Möller búinn að taka allan vafa af, honum er skítsama um fólk frá Vestmannaeyjum og hvernig það ferðast til og frá Eyjum. Búið er að blása nýja ferju af borðinu og er sagt að það sé núverandi ástandi í þjóðfélaginu um að kenna. Í sömu andrá segir þessi ríkisstjórn að ekki verði dregið úr þjónustu til almennings.

Kristján Möller ásamt heilum her manna frá vegagerðinni er búið að vera að draga þetta mál í marga mánuði og þeim er að takast upprunalegt áform sitt en það er að bæta alls ekki samgöngur til Vestmannaeyja.

  Það væri gaman að reikna það út hvað er að koma mikið af fjármunum inn í steingeldan fjárhag okkar Íslendinga frá Vestmannaeyjum. Þenslan sem aldrei náði að teygja anga sína til Vestmannaeyja er farin að gera það núna loksins. Eftir að höfuðborgarsvæðið saug til sín fólkið utan af landi og inn í bankana og í byggingarsukkið þá blæddi þessum litlu sveitarfélögum á meðan. Það var alltaf sagt að það ætti bara að flytja alla á mölina, sjávarútvegurinn væri hvort eða er gamaldags og skipti ekki orði neinu máli.

  Þetta lítur aðeins öðruvísi út í dag, búið að keyra bankana í þrot með lánafylleríi og óráðsíu. Byggingariðnaðurinn kominn í þrot og atvinnuleysið ríkur upp úr öllu valdi. Önnur hver íbúð stendur auð og fólk farið að verða gjaldþrota. Hvernig er þetta í dag í byggðarlaginu sem greinilega skiptir engu máli.

  Sparisjóður Vestmannaeyja enn í eigu hluthafana en ekki í ríkiseign. Blómstrandi byggingariðnaður og skortur á góðum iðnaðarmönnum. Stöndugur sjávarútvegur sem vantar fólk í vinnu ef hann á að hjálpi til við að endurreisa efnahaginn. Góðir skólar og alltaf er þörf á góðu fólki þar. Góð heilbrigðisþjónusta með persónulegu yfirbragði. Samrýmt byggðarlag þar sem fólk ber virðingu fyrir hvort öðru.

  Ég er ekki að segja að öllum á höfuðborgarsvæðinu sé um að kenna hvernig ástandið er en það er alla vegana ekki hægt að kenna Eyjamönnum um það. Það er mikið af góðu fólki á höfuðborgarsvæðinu, það er bara ekki inni á þingi eða í bönkunum.

www.123.is/tobbivilla

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).