Yfir 250 skráðir í nýja banka eyjamanna

14.Nóvember'08 | 09:14

gleðibankinn

Sú hugmynd Heimaeyjar - þjónustuvers að opna nýjan banka í Vestmannaeyjum hefur svo sannarlega slegið í gegn á meðan hin alþjóðlega bankakreppa gengur yfir heiminn.

Farið var að af stað með Gleðibankann með það að markmiði að skapa jákvætt hugarfar, bjartsýni og trú á samfélagi Eyjanna. Fyrstu dagarnir hjá þessum nýja banka hafa farið vel af stað og hafa yfir 250 einstaklingar lagt inn í Gleðibankann. 

Til að gerast hluthafi leggur þú inn nafn þitt í félagatal Gleðibankans. Það gerir þú með að skrá nafn og kennitölu hér að neðan eða koma við á skrifstofu Heimaeyjar sem er að Vesturvegi 10. Þar færð þú félagsskírteini og þiggur kaffisopa og spjall.

Einnig hefur Gleðibankinn sett upp netbanka á slóðinni www.gledibankinn.net og er hægt að skrá sig í bankann þar og fylgjast með því hvað bankinn er að gera.

Á vefsíðu Gleðibankans segir m.a.:
EYJAMENN hafa alltaf staðið saman í gegnum súrt og sætt. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í samfélaginu, þá er staða okkar Eyjamanna sterk, og félagar í GLEÐIBANKANUM ætla með undirskrift sinni að vinna áfram að því með jákvæðni og bjartsýni.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.