Gríðarlegt áfall fyrir Eyjamenn

14.Nóvember'08 | 17:36
„Þetta er alveg gríðarlegt áfall fyrir okkur. En við erum búin að óttast það núna síðustu tvær til þrjár vikur að svona kynni að fara," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri spurður út í þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar hætt skuli við frekari samningaviðræðum um smíði nýs Herjólfs.

„Það er búið að búið að tvífresta því að svara tilboðinu. Þannig að við óttuðumst þessa stöðu," segir Elliði.

Hann segir smíði nýrrar ferju vera langstærsta hagsmunamál samfélagsins í Vestmannaeyjum. Eyjamenn búi við mjög erfiða stöðu þar sem flug á Bakkaflugvelli hafi verið lagt niður yfir vetrartímann. „Það voru 30.000 farþegar sem ferðuðust í gegnum Bakkaflugvöll á seinasta ári. Herjólfur er orðinn 16 ára gamall. Hann er bilaður í dag, sem þýðir það að hann þarf að fara í slipp," segir Elliði.

Hann segir að mjög mörg sveitarfélög, þ.m.t. Vestmannaeyjabær, að vinna áætlanir sínar þannig að allar forsendur verði endurskoðaðar í mars.

„Ég reikna með því að ríkið sé að gera slíkt hið sama að þeir séu að fresta þessu c.a. fram í mars og þá verði þetta endurmetið. Þannig ég er að vona að menn sjái það að við getum ekki frestað þessu í langan tíma þótt við höfum skilning á erfiðri stöðu. Þá hlýtur ríkið að halda úti grunnþjónustu eins og samgöngum," segir Elliði og bætir við: „Ég ef óskað eftir því að stýrihópur um þessa framkvæmd, sem ég á sæti í, hittist núna strax eftir helgi. Það þarf að fara yfir hvaða aðrar leiðir eru mögulegar," segir Elliði í samtali við mbl.is.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.