Stefnir í fjölmennt konukvöld í Höllinni

13.Nóvember'08 | 21:22
Þann 29 nóv næstkomandi verður haldið meiriháttar konukvöld í Höllinni Vestmannaeyjum og er greinilegt að konur í eyjum eru ánægðar með dagskránna því aðsóknin er gríðarleg.

Glæsileg dagskrá verður í boði en Beggi og Pacas úr Hæðinni verða veislustjórar og
Páll Óskar skemmtir, fjöldi kynninga og tískusýninga verða einnig í boði + mjög óvænt atriði, öllum konum verður einnig boðið uppá fordrykk.

Glæsilegt Ítalskt hlaðborð verður frá Einsa Kalda en hann mun galdra fram hvern ítalska stórréttinn á fætur öðrum fyrir drottningarnar.

Nú þegar er orðið upppantað í matinn og skemmtun en um 500 konur hafa pantað miða,pantanir verða afgreiddar þann 24 nóv frá kl 13:00 til 16:00 uppí Höll.
Ósóttar pantanir verða seldar þann 26 nov milli 13:00 og 16:00.

VERÐ: 5900 KR!!

kv

Vinir Hallarinnar

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is