Flug milli Bakka og Vestmannaeyja leggst af tímabundið

10.Nóvember'08 | 12:21

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Flugfélag Vestmannaeyja hefur ákveðið að hætta tímabundið flugi milli Vestmannaeyja og Bakkaflugvallar. Ástæða lokunarinnar er mikil fækkun farþega hjá félaginu frá því að ríkið hóf að styrkja flug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur í október 2006. Fréttatilkynninguna má lesa hér að neðan:
„Flugfélag Vestmannaeyja mun hætta flugi milli Vestmannaeyja og Bakkaflugvallar frá og með 13. nóvember n.k. til 1. apríl 2009. Ástæða lokunarinnar er mikil fækkun farþega hjá félaginu frá því að ríkið hóf að styrkja flug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur í október 2006. Fram að þeim tíma hafði verið um 12% aukning farþega á ári en frá þvi að ríkisstyrkt flug hófst hefur orðið um 25% fækkun farþega á flugleiðinni, og hefur farþegum fækkað úr rúmlega 30.000 á ári niður í um 22.000 farþega á þessu ári. Við viljum biðja viðskiptavini okkar afsökunar á þeim óþægindum sem lokunin kann að hafa í för með sér."

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.