Eitt fíkniefnamál kom upp í síðustu viku

10.Nóvember'08 | 17:10

Lögreglan,

Það var í ýmis horn að líta hjá lögreglunni í vikunni sem leið og þurftu bæjarbúar á aðstoð lögreglu að halda í hinum ýmsu tilvikum.   Í tvígang var óskað eftir lögreglu á öldurhús bæjarins vegna átaka á milli gesta en hins vegar liggja engar kærur fyrir vegna þeirra átaka.

Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en að morgni sl. sunnudags lagði lögreglan hald á ætlað kókaín og áhöld til neyslu fíkniefna eftir húsleit í heimahúsi hér í bæ.  Málið telst upplýst, en sá er þarna á í hlut hefur áður komist í kast við lögin vegna fíkniefnamisferlis.

Einn þjófnaður var tilkynntur til lögreglu í vikunni sem leið en um er að ræða þjófnað á seðlaveski úr fatnaði sem var í búningsklefa sundlaugarinnar.  Ekki er vitað hver þarna var að verki en þeir sem einhverjar upplýsingar hafa eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Einn fékk að gista fangageymslu lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en hann hafði verið til óþurftar á veitingastaðnum Lundanum.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í vikunni en síðdegis sl. laugardag var tilkynnt um að bifreið hafi lent á ljósastaur við verslunina Tvistinn.  Ekki urðu nein meiðsl á fólki en bifreiðin er nokkuð skemmt og þá er ljósastaurinn ónýtur.

 

 

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.