Félagslyndur og vill ekki frelsi

9.Nóvember'08 | 08:10

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Svartfugl af langvíuætt sem Náttúrugripasafnið í Vestmannaeyjum tók að sér í sumar hefur ekki sýnt neinn áhuga á að fara aftur út í frelsið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að koma honum þangað.

Kristján Egilsson, forstöðumaður safnsins, segir að fuglinum verði sennilega ekki sleppt fyrr en eftir áramót. „Það var komið með hann í byrjun júlí. Strákar sem voru á tuðru úti á sjó fundu hann kaldan og hraktan. Við tókum hann í fóstur og höfum alið hann í sumar," segir Kristján, sem reyndi að sleppa honum fyrir hálfum mánuði. „Ég fór með hann út í Stórhöfða og setti hann þar á bjargbrúnina, skildi hann þar eftir og labbaði í burtu frá honum. Svo ætlaði ég að fylgjast með honum þegar hann tæki flugið en þegar hann heyrði hljóðið í öðrum fuglum hljóp hann til baka, kúrði sig við hliðina á mér og neitaði að fara."

Kristján segir svartfuglinn mjög félagslyndan og að honum leiðist að vera einn. „Hann kallar sífellt á mig og vill bara fá að vera einhvers staðar nálægt. Ég er að sýna fólki hann sem kemur á safnið og set hann á gólfið. Þá virðist hann alveg þekkja mig því þótt hann fari aðeins frá þá endar hann alltaf á því að stilla sér upp við hliðina á mér," segir hann og bætir við: „Þegar hann var minni átti hann til að fara upp á skóinn hjá mér og troða hausnum undir buxnaskálmina til að fá skjól."

Spurður hvort hann vilji ekki bara taka svartfuglinn að sér sem gæludýr segir Kristján að það gæti orðið snúið. „Það er kannski ekki vinsælt að vera með þetta heima hjá sér. Hann lætur frá sér fara þar sem hann stendur, hann fer ekkert eins og kötturinn í kassa."

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.