Safnahelgin í Eyjum framundan

6.Nóvember'08 | 07:00

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Næst komandi helgi verður safnahelgin haldin í Vestmannaeyjum og hefur verið opinberuð metnaðarfull og spennandi dagskrá.

Meðal þeirra atriða sem í boði verða næstu helgi er að Guðjón Friðriksson, rithöfundur les úr Ævisögu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands, Sjómannasögur verða sagðar á Sjóminjasafni Þórðar Rafns á Flötur og Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu kynnir nýja diska sem koma brátt út.

Dagskrána í heild má lesa hér:
Föstudagur 7. nóvember

 
Kl. 18:00 Skansinn. Stafkirkja. Séra Kristján Björnsson setur hátíðina.
Tónlistaratriði - Gerður Bolladóttir syngur.

Kl. 18:00 "Stíll 2008 - Framtíðin" undankeppni. Í sal Barnaskólans. Keppni félagsmiðstöðva í fatahönnun, förðun og hárgreiðslu.

Kl. 20:00 Fiska- og náttúrugripasafn: Opnun á sýningunni „Sambýli manns og lunda."
Afhending verðlauna í hugmyndasamkeppni um pysjuhótel.
 
 
Laugardagur 8. nóvember

Kl. 12:00-18:00 Verðmætamat bóka - bókin þín verðmetin.
Ari Gísli Bragason, er ásamt föður sínum, Braga Kristjónssyni á og rekur fornbókasöluna Bókina, og Valdimar Tómasson sérfræðingur og safnari munu ásamt forstöðumanni Bókasafnsins meta bókina þína - til fjár og til verðmæta.

 Kl. 12:00-18:00. Bókamarkaður. Allar bækur á 100 kr.
Samstarfsverkefni fimm almenningsbókasafna á Suðurlandi um verkefnið Book Space.
Verkefnið hefst á Safnahelgi og felst í því að hvert bókasafn (þ.m.t. Bókasafn Vestmannaeyja) fær 200 bækur (200 bls. hver bók) sem unnt er að fá léðar til útláns. Bækurnar eru ólíkar venjubundnum bókum að því leyti að þær eru auðar og notendur mega skrifa, teikna, líma eða hvað annað inn í bækurnar. Verkefnið stendur til áramóta, þá verða bækurnar sendar til síns heima sem vitnisburður samtímans.

Kl. 13.00 Safnahús
Andyri Safnahúss. Sigurdís Arnardóttir opnar myndlistasýningu - Guðrún Eva Mínervudóttir les úr nýrri bók sinni.
Samstarfsverkefni Bókasafnsins og ættingja Ingólfs Guðjónssonar.
Kári Bjarnason og Guðjón Hjörleifsson kynna í samstarfi við ættingja og vini Ingólfs stofnun sérstakrar Ingólfsstofu á Bókasafninu. Þar verður bókasafn Ingólfs vistað ásamt öðrum munum úr eigu hans.

Kl. 14:00 Bókasafn
Guðjón Friðriksson: Ævisaga Ólafs Ragnars Grímssonar forseta.
Ólafur Gunnarsson: Dimmar rósir, skáldsaga.
Auður Jónsdóttir: Vetrarsól, skáldsaga

Kl. 16:00 Betel
Lúðrasveit Vestmannaeyja: Styrktarfélagatónleikar.

Kl. 18:00 Sjómannasögur - Sjóminjasafn Þórðar Rafns á Flötum.
Kl. 21:00 Herjólfsbær: Hallgrímur Helgason og Einar Kárason lesa úr nýjum bókum sínum.
Kl. 22:00 Tónlistarkvöld á Kaffi Kró frá kl. 22:00.
 
Sunnudagur 9. nóvember

Byggðasafn kl. 14:00
Ásmundur Jónsson framkvæmdastjóri Smekkleysu kynnir nýja diska sem eru að koma út. Jafnframt verður sýning á eldri diskum Smekkleysu í anddyri Safnahússins.
Samstarfsverkefni Bókasafnsins og Söguseturs. Skáldskapur 17. aldar.
Úlfar Þormóðsson kynnir og les úr nýrri skáldsögu sinni sem byggir á ævi sr. Hallgríms Péturssonar.
Sjón kynnir og les úr nýrri skáldsögu sinni sem byggir á ævi Jóns lærða.
Sýning sett upp og smádagskrá umfram það sem að ofan getur að líta.
 
KL. 16:00 Fiska- og náttúrugripasafn
Erpur Snær Hansen "Vöktun sjófugla".
 
Bókasafn opið laugardag 12:00-18:00
Fiska- og náttúrugripasafn opið laugardag og sunnudag 14:00-17:00
Byggðasafn opið sunnudag kl. 14:00-17:00
Sjóminjasafn Þórðar Rafns opið sunnudag kl. 15:00-17:00

Café María Vestmannaeyjum
Forréttur: Þorskhnakkar á blómkálsmús með kampavínssósu.
Aðalréttur: Heimaeyjarlambafillet með humri, grænmeti og villisveppasósu.

Kaffi Kró Vestmannaeyjum
Tyrknesk helgi.
 
Fjólan, Vestmannaeyjum
Tilboð: Lambafilé
Heimalagaður rjómalíkjörsís. - Skötuselur að hætti hússins.

Arnór bakari Vestmannaeyjum
Í matar- og brauðkistu Arnórs bakara er að finna vörur sem framleiddar eru eftir uppskriftum, aðferðum og hefðum frá heimilum Vestmannaeyinga sl. 100 ár. Nöfn vörutegunda eru oftast kennd við húsanöfn, þó sérstaklega þau sem fóru undir hraunið 1973. Í tilefni af Safnahelgi á Suðurlandi bjóðum við upp á:
Vanilluhringi Bubbu frá Ekru (Ekra stóð við Urðaveg, fór undir hraun).
Súkkulaðikökur Sissíar í Húsavík (Húsavík stóð við Urðaveg, fór undir hraun).
Hálfmána Erlu frá Brautarholti (Brautarholt stóð við Landagötu, fór undir hraun).
 
Vilbergs kökuhús Vestmannaeyjum
Tyrkjabrauð og Guddumúffur í tilefni af safnahelgi.

 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).