IS-DIVE opnar vefsíðu sína

5.Nóvember'08 | 08:14

köfun IS-DIVE kafari

Nýverið opnaði alþjóðlega köfunarþjónustan IS-DIVE vefsíðu sína starfsemi þjónustunnar er í Vestmannaeyjum og standa að verkefninu stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar í Vestmannaeyjum.

Á vefsíðu IS-DIVE finna m.a. að IS-DIVE veitir almenna köfunarþjónustu í formi almennra námskeiða, sérstækra námskeiða, leiðsögu og leigu á köfunarbúnaði.

Stofnendur IS-DIVE eru Þekkingarsetur Vestmannaeyja, Arnoddur Erlendsson, Viking Tours, Hótel Þórshamar og Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.

IS-DIVE er samstarfsverkefni þessara stofnanna og fyrirtækja í Vestmannaeyjum sem hafa það sameiginlega markmið að efla ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi á svæðinu.

PADI námskeið í eyjum helgina 14 - 16.nóvember
Á vefsíðu IS-DIVE má m.a. finna viðburðadagatal og þar kemur fram að dagana 14-16.nóvember mun IS-DIVE standa fyrir PADI námskeiði sem veitir alþjóðleg sportkafararéttindi niður á 18.metra dýpi. Þeir sem hafa áhuga að skrá sig á það námskeið geta haft samband við skrifstofu Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum eða verkefnastjóra IS-DIVE í síma 694-1006.
 

 

Vefsíðu IS-DIVE má skoða hér .

Það var SmartMedia sem hannaði og forritaði veflausnir IS-DIVE

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.