Bæjarráð fjallaði um framtíðarsamgöngur við Vestmannaeyjar á fundi sínum í dag

5.Nóvember'08 | 12:55

Bakkafjöruferja

Bæjarráð lýsir þungum áhyggjum af stöðu mála hvað varðar smíði á nýrri Vestmannaeyjaferju. Vestmannaeyingar hafa nú beðið eftir samgöngubótum í áraraðir með tilheyrandi búsifjum fyrir samfélagið, einstaklinga og fyrirtæki. Eins og áður hefur komið fram rennur tilboð skipasmíðastöðvarinnar FASSMER út í dag og engin formleg skilaboð hafa borist frá samgönguráðherra um það hvort tilboðinu verður tekið, hvort því verður hafnað eða yfir höfuð hvort því verði svarað.

Hafnaframkvæmdir í Landeyjahöfn hafa þegar hafist og engin ástæða til að áætla annað en að höfnin verði tilbúin til notkunar miðsumars 2010. Mat bæjarráðs er að það að byggja höfn án þess að eiga bát til að sigla í hana sé eins og að byggja flugvöll en eiga ekki flugvél. Hafnarframkvæmd og ferjusmíði verða ekki sundurskildar að mati bæjarráðs enda liggur ekki fyrir neitt sem bendir til þess að núverandi Herjólfur geti nýtt hina nýju höfn.

Bæjarráð minnir einnig á að ef samið hefði verið við heimamenn um rekstur og eignarhald eins og bæjarráð vildi seinasta vor þá væri smíði ferjunnar þegar hafin á grundvelli samnings sem teljast yrði hagstæður ríkissjóði og þá ekki síst í ljósi núverandi stöðu á fjármálamarkaði.

Bæjarráð hefur fullan skilning á válegri stöðu efnahagsmála og mikilvægi þess að skorið verði niður í ríkisútgjöldum. Sé staðan sú að algert stopp eigi að ríkja í framkvæmdum ríkisins, mun Vestmannaeyjabær axla ábyrgð sína eins og önnur sveitarfélög. Standi hinsvegar til að forgangsraða framkvæmdum gerir bæjarráð það að kröfu sinni að það bæjarfélag sem orðið hefur fyrir þyngstu búsifjunum af völdum báglegrar stöðu í samgöngum verði ekki sett aftur fyrir í forgangsröðinni. Enn og aftur sér bæjarráð sig einnig knúið til að minna á að búsettum Eyjamönnum hefur fækkað um 20% á 17 árum. Nú loks þegar hyllir undir samgöngubætur er þetta ástand að snúast við og stefnir nú í að árið í ár verði hið fyrsta í 17 ár sem Eyjamönnum fjölgi. Því krefst bæjarráð þess að samgönguráðherra fylgi því eftir að ekki verði hvikað frá yfirlýstum áætlunum ríkisstjórnar þess efnis að 1. júli 2010 hefji ný ferja siglingar í Landeyjahöfn.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.