Leiga Vestmannaeyjabæjar hefur hækkað um 60% frá meðaltali síðasta árs

4.Nóvember'08 | 08:28

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Áhrif lækkandi gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum hefur m.a. jákvæð áhrif á sjávarútveginn í  Vestmannaeyjum en neikvæð áhrif á leigugreiðslur Vestmannaeyjabæjar til Fasteignar ehf.

Í Morgunblaðinu í morgun er fjallað um hækkun leigu sveitafélaga sem hafa falið Eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf. rekstur fasteigna og er Vestmannaeyjabær að borga 60% hærra verð en á síðasta ári. Vestmannaeyjabær greiddi á síðasta ári um 8-10 milljónir í leigi til Fasteignar en um síðustu mánaðarmót var leigureikningurinn 14.6 milljónir.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að hækkun leigunnar þyngi reksturinn hjá bæjarfélaginu og takmarki svigrúm til fjárstýringar. Vestmannaeyjabær hefur greitt upp erlend lán og segir Elliði að skuldastaða sveitarfélagsins sé vel viðráðanleg. „Við getum hins vegar lítið gert hvað varðar leigusamningana annað en að hagræða og draga saman annars staðar í rekstrinum til að mæta þessum aukakostnaði," segir Elliði.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%