Stórtónleikar Frostrósa í Eyjum

3.Nóvember'08 | 16:01
Íslensku dívurnar, Margrét Eir, Eivør, Hera Björk og Dísella ásamt tenórunum Garðari Thor Cortes og Jóhanni Friðgeir munu færa okkur jólin með Frostrósum í ár. Með þeim verða góðir gestir, þau Edgar Smári og Guðrún Árný.  Þeim til fulltingis verður Stórhljómsveit Frostrósa, Karlakórinn Fóstbræður, Skólakór Kársness, Stúlknakór Reykjavíkur og Íslenski gospelkórinn. Tónlistarstjóri er Karl O. Olgeirsson og stjórnandi hljómsveitar Árni Harðarson.
Frostrósir um landið í annað sinn
Jólatónleikar Frostrósa um landið verða enn glæsilegri nú í ár með stærri hljómsveit og veglegri umgjörð. Stór hópur aðalflytjenda Frostrósa, þ.e. þau Margrét Eir, Hera Björk, Guðrún Árný, Jóhann Friðgeir og Edgar Smári, mun því færa landsmönnum jólin dagana 4.-12. desember í fylgd fjölda listamanna. Tónleikarnir verða í Vestmannaeyjar 9. desember klukkan 20.00.

Jólagjöf Frostrósa.
Gleðjumst og gefum með Frostrósum. Fyrir hvern seldan miða gefum við jólagjöf til þeirra er minna mega sín auk þess sem við bjóðum hundruðum þeirra er eiga um sárt að binda á jólatónleikana.
Fjölmennum á Frostrósir og gleðjum þannig þúsundir fjölskyldna fyrir jólin.

Jólatónleikar Frostrósa hafa orðið að hefð hjá þúsundum landsmanna og hafa tvívegis slegið Íslandsmet í aðsókn, nú síðast í fyrra þegar um 12.000 gestir sóttu tónleikana. Nú er hópurinn glæsilegri en nokkru sinni fyrr og öllu tjaldað til svo landsmenn eigi ógleymanlega stund á glæsilegustu jólatónleikum sem settir hafa verið upp í Vestmanneyjum.

Vinir Hallarinnar
Fréttatilkynning

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.